Thierry Henry virðist ekki lengur vera inn í myndinni hjá Pep Guardiola, þjálfara Barcelona, ef marka má síðustu leiki hjá spænsku Evrópumeisturnum. Það bendir því allt til þess að Frakkinn sé á förum frá liðinu í vor.
Thierry Henry hefur ekki fengið að spila í eina einustu mínútu í síðustu þremur leikjum Barcelona og það hafa alls þrettán leikmenn liðsins spilað fleiri mínútur á tímabilinu heldur en hann.
Henry kom ekkert við sögu í 1-0 sigri á Sporting Gijon, 2-1 sigri á Getafe og 1-2 tapi fyrir Atlético de Madrid. Henry spilaði síðast í 3-0 sigri á Valladolid 23. janúar þegar hann var í byrjunarliðinu og spilaði fyrstu 82 mínúturnar.
Thierry Henry hefur alls leikið í 941 mínútu í spænsku deildinni og í 183 mínútur í Meistaradeildinni. Hann er með 2 mörk og 5 stoðsendingar í 13 deildarleikjum og ekkert mark og eina stoðsendingu í 3 Meistaradeildarleikjum.
Henry ekki búinn að spila eina mínútu í síðustu leikjum Barcelona
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs
Enski boltinn


Aurier í bann vegna lifrarbólgu
Fótbolti

Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið
Íslenski boltinn
