Íslenski boltinn

Bjarni Jóh.: Okkur var refsað grimmilega

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bjarni Jóhannsson.
Bjarni Jóhannsson. Mynd/Stefán

„Djarfur sóknarleikur kostaði okkur þetta í dag," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leik KR og Stjörnunnar í kvöld.

„Flest lið koma hingað og leggjast í skotgrafir. Við ákváðum frekar að mæta þeim hátt á vellinum og gerðum það ágætlega. Okkur var aftur á móti refsað grimmilega," sagði Bjarni en varnarleikur Stjörnunnar var slakur og Bjarni Þórður varði ekki skot í búrinu.

„Við tókum ákveðna áhættu. Ætluðum að þjarma að frekar hægri varnarlínu KR en það tókst ekki betur til en þetta. KR-ingarnir fengu frekar opin færi en miðað við fjölda markskota þá sáum við hvert okkar skot fóru. Þau fóru ekki sömu leið og skot KR.

Við áttum ekkert minna í leiknum en reynslulítið lið mitt var ekki alveg á tánum í dag," sagði Bjarni Jóhannsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×