Erlent

Myndskeiði af Madeleine dreift á netinu

Lögreglan í Bretlandi hefur gefið út myndskeið sem sýnir hvernig líklegt er að Madeleine McCann, litla telpan sem hvarf í portúgal fyrir þremur árum síðan lítur út í dag. Aðstandendur rannsóknarinnar vonast til þess að myndbandið, sem fólk er hvatt til að dreifa á internetinu, muni meðal annars ýta við samvisku þeirra sem kunna að vita eitthvað um afdrif Maddíar, sem hvarf úr rúmi sínu í portúgalska strandbænum Praia da Luz í maí 2007.

Fólk er eindregið hvatt til þess að dreifa myndinni á netinu, með aðstoð samskiptasíðna á borð við Facebook og MySpace.

Myndin er þýdd á sjö tungumál og í því sjást meðal annars tölvugerðar myndir af því hvernig Maddí lítur út í dag ef hún er á lífi. Interpol er sagt styðja við birtingu myndbandsins og allar upplýsingar sem kunna að berast verða sendar til portúgölsku lögreglunnar sem hefur sagt að málið verði tekið upp að nýju berist nýjar vísbendingar.

Myndbandið má sjá hér.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×