Terry stólar á Ancelotti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. september 2009 11:15 John Terry í leik með Chelsea gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í vor. Nordic Photos / Getty Images John Terry segir að Carlo Ancelotti sé rétti maðurinn til að stýra Chelsea til sigurs í Meistaradeild Evrópu. Chelsea komst í úrslit Meistaradeildarinnar í fyrra en tapaði þá fyrir Manchester United í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppnin er sérstaklega minnistæð fyrir Terry en hann misnotaði sína spyrnu í keppninni. Hann hefði getað tryggt Chelsea titilinn. „Það sem við þurftum að ganga í gegnum var mjög sárt og er enn," sagði Terry í samtali við enska fjölmiðla. „Það er þess vegna sem það er svona mikilvægt að halda kjarna liðsins saman." „Við höfum mátt upplifa margar erfiðar stundir saman. Það hafa líka verið góðar stundir en þær slæmu munu lifa að eilífu. Það er eitthvað sem ég vil fá tækifæri til að bæta fyrir." Hann sagði einnig að Ancelotti hafi reynsluna sem til þurfi en hann varð tvívegis Evrópumeistari sem knattspyrnustjóri AC Milan. „Ítalskir knattspyrnustjórar eru mjög góðir í að skipuleggja leikstíl liða sinna. Við verjumst mjög vel og vinnum saman sem ein liðsheild. Það sama má segja um lið Milan undanfarin ár. Það vita allir hvað þeir eiga að gera," sagði Terry. „Við vitum vel að það verður erfitt að brjóta okkur á bak aftur og miðað við þá öflugu sóknarmenn sem við erum með mun okkur alltaf takast að skora mörk." „Carlo er mjög góður maður og veit nákvæmlega hvað leikmenn þurfa. Það er lykillinn að þeirri velgengni sem við þráum." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira
John Terry segir að Carlo Ancelotti sé rétti maðurinn til að stýra Chelsea til sigurs í Meistaradeild Evrópu. Chelsea komst í úrslit Meistaradeildarinnar í fyrra en tapaði þá fyrir Manchester United í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppnin er sérstaklega minnistæð fyrir Terry en hann misnotaði sína spyrnu í keppninni. Hann hefði getað tryggt Chelsea titilinn. „Það sem við þurftum að ganga í gegnum var mjög sárt og er enn," sagði Terry í samtali við enska fjölmiðla. „Það er þess vegna sem það er svona mikilvægt að halda kjarna liðsins saman." „Við höfum mátt upplifa margar erfiðar stundir saman. Það hafa líka verið góðar stundir en þær slæmu munu lifa að eilífu. Það er eitthvað sem ég vil fá tækifæri til að bæta fyrir." Hann sagði einnig að Ancelotti hafi reynsluna sem til þurfi en hann varð tvívegis Evrópumeistari sem knattspyrnustjóri AC Milan. „Ítalskir knattspyrnustjórar eru mjög góðir í að skipuleggja leikstíl liða sinna. Við verjumst mjög vel og vinnum saman sem ein liðsheild. Það sama má segja um lið Milan undanfarin ár. Það vita allir hvað þeir eiga að gera," sagði Terry. „Við vitum vel að það verður erfitt að brjóta okkur á bak aftur og miðað við þá öflugu sóknarmenn sem við erum með mun okkur alltaf takast að skora mörk." „Carlo er mjög góður maður og veit nákvæmlega hvað leikmenn þurfa. Það er lykillinn að þeirri velgengni sem við þráum."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira