Enski boltinn

Stoke vill fá Dean Ashton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dean Ashton.
Dean Ashton. Nordic Photos/AFP

Peter Coates, stjórnarformaður Stoke City, hefur staðfest að félagið sé í viðræðum við West Ham vegna mögulegra kaupa á framherjanum Dean Ashton.

Hinn 25 ára gamli Ashton hefur verið mikið meiddur og spilaði síðast í ágúst í fyrra. ´

Hann fór í aðgerð á ökkla fyrr á þessu ári og er sagður vera að nálgast það að geta byrjað að æfa á ný.

Ashton kom til West Ham frá Norwich árið 2006 fyrir 7,25 milljónir punda. Hann hefur spilað 46 deildarleiki fyrir West Ham og skorað í þeim 15 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×