Erlent

Hvað gerði kona Tigers við golfkylfuna?

Óli Tynes skrifar
Tiger Woods og Elin Nordgren.
Tiger Woods og Elin Nordgren.

Hollywood vefsíðan TMZ.com segir að Tiger Woods hafi verið að flýja heimili sitt eftir ofsafengið rifrildi við eiginkonu sína hina sænsku Elínu Nordgren, þegar hann ók fyrst á brunahana og svo á tré.

Elín hafi elt hann og barið Cadillac Escalade jeppann að utan með golkylfu. Það hafi truflað Woods svo að hann hafi misst stjórn á bílnum.

Rifrildið á að hafa verið vegna þess að Woods hafi átt í ástarsambandi við konu að nafni Rachel Uchitel sem hefur að atvinnu að skipuleggja samkvæmi og aðrar uppákomu.

Tvö bandarísk blöð hafa birt myndir af Uchitel þar sem hún var að innrita sig á hótel í Melbourne hinn tólfta þessa mánaðar þegar Woods var þar staddur. Uchitel hefur neitað að eiga í nokkru sambandi við kylfinginn.

Tiger Woods hefur þrisvar sinnum frestað því að tala við lögregluna vegna atburðarins. Hann hefur hinsvegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann fullyrðir að hann eigi einn sök á slysinu.

Frásögn af þessum atburði er dálítið á reiki. Í fyrstu var sagt að Elín hafi ekki komið á vettvang fyrr en eftir slysið.

Hún hafi þá notað eina af golfklylfum Tigers til þess að brjóta afturrúðu bílsins og draga hann út.

Hvort hún hafði golfkylfuna með sér út eða fór aftur inn og sótti hana er ekki sagt.

Lögreglan segir að þetta standist ekki. Afturrúðan hafi verið heil en hinsvegar hafi báðar fremri hliðarrúðurnar verið brotnar í mél.

Tiger og Elín hafa verið gift í fimm ár. Þau eiga tvo syni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×