Erlent

Skjóttu hundinn og bjargaðu heiminum

Óli Tynes skrifar
Hundur eða Toyota Landcruiser?
Hundur eða Toyota Landcruiser?

Tveir nýsjálenskir arkitektar sem hafa sérhæft sig í umhverfismálum og gæludýrahaldi segja að gæludýr mengi á við bestu bensínháka.

Great Dane hundar, sem eru stórar skepnur, kosta umhverfið til dæmis jafn mikið og Toyota Landcruiser með 4,6 lítra vél.

Robert og Brenda Vale segja að Great Dane hundar éti að meðaltali 164 kíló af kjöti og 95 kíló af kornmeti árlega.

Samkvæmt útreikningum þeirra þarf 43,3 fermetra af ræktarlandi til þess að framleiða eitt kíló af kjúklingakjöti á ári. Fyrir eitt kíló af kornmeti þarf 13,4 fermetra.

Vale hjónin nefna fleiri dæmi. Einn heimilisköttur mengar jafn mikið og Volkswagen Golf. Hamstur notar jafn mikla orku og plasma sjónvarp.

Jafnvel það að fóðra gullfisk kostar fórnir. Til þess að halda honum á lífi þar 0,00034 fermetera af ræktarlandi.

Samviskuspurningin er sú hvort fólk sé tilbúið að fórna gæludýrum sínum til þess að að bjarga heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×