Eigandi gúmmíbátsins: Ekkert leyndarmál í þessu 15. júní 2009 14:43 Gúmmíbáturinn umræddi. „Það er ekkert leyndarmál í þessu og hefur aldrei verið. Ég fór strax sama kvöld og þetta gerðist upp á lögreglustöð og sýndi öll mín gögn," segir Sigurður Örn Sigurðsson sem átti gúmmíbátinn sem notaður var til þess að sigla út í Papey til þess að sækja eiturlyf þann 20. apríl síðastliðinn. Sigurður segist hafa leigt bátinn á þeim forsendum að verið væri að fara að nota hann í árlega ferð sportkafarafélagsins í Ísafjarðardjúp. Sigurður er skoðunarmaður í félagi sem tveir aðilar sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna Papeyjarmálsins svokallaða eru stjórnarmenn í. Sigurður segir að allt frá því að málið kom upp hafi hann viljað hafa allt sitt á hreinu gagnvart lögreglu. „Ég er svo búinn að vera að vinna í því ásamt mínum lögfræðingi að fá bátinn úr vörslu lögreglu," segir Sigurður sem vonast til þess að fá bátinn í hendurnar sem fyrst enda hafi hann orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þessa. „Ég var með bátinn á sölu fyrir þennan tíma. Þannig að þetta er mjög óheppilegt fyrir mig í alla staði." Sigurður er sem fyrr segir skoðunarmaður í félagi sem ber nafnið Shark ehf. Stjórnarmaður í því félagi er Árni Hrafn Ásbjörnsson sem gripinn var um borð í skútunni Sirtaki sem talin er hafa flutt eiturlyfin til Papeyjar frá Hollandi. Í framkvæmdastjórn sama félags situr Jónas Árni Lúðvíksson sem grunaður er um að hafa siglt á gúmmíbátnum út í Papey til móts við skútuna. Aðspurður hvort hann hafi mætt tortryggni hjá Lögreglu vegna tengsla sinna við þessa aðila segir Sigurður svo ekki vera. „Nei alls ekki, þetta liggur alveg ljóst fyrir. Þetta lítur ekki vel út, ég viðurkenni það. Þetta er auðvitað vinur minn [Jónas Árni, innsk.blm] sem leigir bátinn af mér til þess að fara að kafa að því er ég hélt. Hann var í Sportkafarafélaginu svo mér fannst það ekkert ótrúlegt," segir Sigurður en Jónas Árni mun hafa sagst ætla að nota hann til köfunar í Ísafjarðardjúpi. „Það var bara verið að segja mér ósatt. Hann bara lýgur þarna að mér." Sigurður segist lítið hafa viljað tjá sig um málið hingað til. Enda sé það sorglegt og harmleikur fyrir aðstandendur þeirra manna sem í það eru flæktir. Papeyjarmálið Tengdar fréttir Viðskiptafélagi Sigurðar átti bátinn Gúmmíbáturinn sem notaður var til að sækja 109 kíló af fíkniefnum út í Papey í apríl er í eigu viðskiptafélaga Sigurðar Ólasonar, sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um peningaþvætti, tengsl við alþjóðlegan glæpahring og aðild að fíkniefnasmygli. 13. júní 2009 04:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
„Það er ekkert leyndarmál í þessu og hefur aldrei verið. Ég fór strax sama kvöld og þetta gerðist upp á lögreglustöð og sýndi öll mín gögn," segir Sigurður Örn Sigurðsson sem átti gúmmíbátinn sem notaður var til þess að sigla út í Papey til þess að sækja eiturlyf þann 20. apríl síðastliðinn. Sigurður segist hafa leigt bátinn á þeim forsendum að verið væri að fara að nota hann í árlega ferð sportkafarafélagsins í Ísafjarðardjúp. Sigurður er skoðunarmaður í félagi sem tveir aðilar sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna Papeyjarmálsins svokallaða eru stjórnarmenn í. Sigurður segir að allt frá því að málið kom upp hafi hann viljað hafa allt sitt á hreinu gagnvart lögreglu. „Ég er svo búinn að vera að vinna í því ásamt mínum lögfræðingi að fá bátinn úr vörslu lögreglu," segir Sigurður sem vonast til þess að fá bátinn í hendurnar sem fyrst enda hafi hann orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þessa. „Ég var með bátinn á sölu fyrir þennan tíma. Þannig að þetta er mjög óheppilegt fyrir mig í alla staði." Sigurður er sem fyrr segir skoðunarmaður í félagi sem ber nafnið Shark ehf. Stjórnarmaður í því félagi er Árni Hrafn Ásbjörnsson sem gripinn var um borð í skútunni Sirtaki sem talin er hafa flutt eiturlyfin til Papeyjar frá Hollandi. Í framkvæmdastjórn sama félags situr Jónas Árni Lúðvíksson sem grunaður er um að hafa siglt á gúmmíbátnum út í Papey til móts við skútuna. Aðspurður hvort hann hafi mætt tortryggni hjá Lögreglu vegna tengsla sinna við þessa aðila segir Sigurður svo ekki vera. „Nei alls ekki, þetta liggur alveg ljóst fyrir. Þetta lítur ekki vel út, ég viðurkenni það. Þetta er auðvitað vinur minn [Jónas Árni, innsk.blm] sem leigir bátinn af mér til þess að fara að kafa að því er ég hélt. Hann var í Sportkafarafélaginu svo mér fannst það ekkert ótrúlegt," segir Sigurður en Jónas Árni mun hafa sagst ætla að nota hann til köfunar í Ísafjarðardjúpi. „Það var bara verið að segja mér ósatt. Hann bara lýgur þarna að mér." Sigurður segist lítið hafa viljað tjá sig um málið hingað til. Enda sé það sorglegt og harmleikur fyrir aðstandendur þeirra manna sem í það eru flæktir.
Papeyjarmálið Tengdar fréttir Viðskiptafélagi Sigurðar átti bátinn Gúmmíbáturinn sem notaður var til að sækja 109 kíló af fíkniefnum út í Papey í apríl er í eigu viðskiptafélaga Sigurðar Ólasonar, sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um peningaþvætti, tengsl við alþjóðlegan glæpahring og aðild að fíkniefnasmygli. 13. júní 2009 04:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Viðskiptafélagi Sigurðar átti bátinn Gúmmíbáturinn sem notaður var til að sækja 109 kíló af fíkniefnum út í Papey í apríl er í eigu viðskiptafélaga Sigurðar Ólasonar, sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um peningaþvætti, tengsl við alþjóðlegan glæpahring og aðild að fíkniefnasmygli. 13. júní 2009 04:00