Innlent

Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Papeyjarsmyglurum

 Hæstiréttur Íslands staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fíkniefnasmyglurum í svokölluðu Papeyjarmáli.

Mennirnir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið saman að innflutningi á samtals 55 kíló af amfetamíni, 53 kíló af kannabis og 9.432 e-töflum til Íslands, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.

Fíkniefnin voru flutt áleiðis til Íslands frá Belgíu með skútunni Sirtaki og var slöngubát af gerðinni Valiant siglt til móts við hana. Bátarnir mættust á hafi úti þann 18. apríl innan við 30 sjómílur suð- austur af landinu og voru efnin þar flutt milli báta. Slöngubátnum var síðan siglt með efnin til Djúpavogs.

Eina breytingin er sú að gæsluvarðhald sem Peter Rabe og Árni Hrafn Ásbjörnsson sættu við rannsókn málsins, skal dragast frá fangelsisdómi þeirra. Peter fékk tíu ára dóm, Árni Hrafn fékk níu ára dóm.

Auk þeirra hlaut Rúnar Þór Róbertsson tíu ára fangelsisdóm. Þessir þrír voru gripnir um borð í skútunni Sirtaki á leið út úr íslenskri lögsögu.

Jónas Árni Lúðvíksson fékk fimm ára dóm, Pétur Kúld Pétursson þriggja og hálfs árs dóm og Halldór Hlíðar Bergmundsson fékk þriggja ára dóm. Tveir þeirra voru handteknir á Djúpavogi en einn á Höfn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×