Ragnar gæti þurft að bíða lengi eftir dómi Breki Logason skrifar 7. maí 2009 13:00 Jóhanna K. Eyjólfsdóttir Íslandsdeild Amnesty International ætlar ekki að beita sér í máli Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var vegna fíkniefnasmygls í Brasilíu. Hann situr nú í fangelsi í bænum Recife og hefur lýst slæmum aðbúnaði í fangelsinu, en hann deilir meðal annars klefa með fimmtán öðrum föngum. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir framkvæmdarstjóri Amnesty á Íslandi segir samtökin ekki beita sér í málum sem þessum. Amnesty beiti sér aðallega þegar einstaklingar eru pólitískir fangar, sitji í fangelsi vegna skoðana sinna eða sæti pyntingum stjórnvalda. Samtökin hafa hinsvegar gagnrýnt fangelsi í Brasilíu í gegnum árin sem í mörgum tilfellum eru yfirfull og illa mönnuð. Hún óttast að Ragnar geti þurft að bíða lengi eftir að mál hans verði tekið fyrir. „Stærsta vandamálið varðandi fangelsi í Brasilíu er að þau eru yfirfull vegna þess að glæpatíðni þar í landi er há. Hreinlætisaðstaða þar er einnig oft á tíðum léleg og vegna þessa eru uppreisnir tíðar og töluvert um ofbeldi innan veggja fangelsa þar," segir Jóhanna. Amnesty International eru alþjóðleg hreyfing fólks sem berst fyrir því að alþjóðlega viðurkennd mannréttindi séu virt og að allir njóti verndar þeirra. Jóhanna segir að á tímum herforingjastjórnanna hafi pyntingar verið algengar en það sé ekki eins útbreitt vandamál nú. Hún segir gunnvandamálið hinsvegar vera háa glæpatíðni og þess vegna séu fangelsin yfirfull. „Annað mál er síðan réttarkerfið. Þar bíða mörg mál úrlausna og því óttast ég að hann [Ragnar] þurfi að bíða lengi eftir að mál hans verði tekið fyrir." Jóhanna segir samtökin aðallega beita sér í málum svokallaðra samviskufanga og fanga sem hafa þurft að þola pyntingar af hálfu ríkisvaldsins. „Við tökum hinsvegar ekki upp mál fanga sem hafa gerst sekir um glæpi. Við förum ekki fram á að þeir verði leystir úr haldi eða neitt slíkt. Því miður þá getum við lítið gert þegar upp koma svona mál en þetta er eitthvað sem þarf að vinnast hjá yfirvöldum." Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira
Íslandsdeild Amnesty International ætlar ekki að beita sér í máli Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var vegna fíkniefnasmygls í Brasilíu. Hann situr nú í fangelsi í bænum Recife og hefur lýst slæmum aðbúnaði í fangelsinu, en hann deilir meðal annars klefa með fimmtán öðrum föngum. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir framkvæmdarstjóri Amnesty á Íslandi segir samtökin ekki beita sér í málum sem þessum. Amnesty beiti sér aðallega þegar einstaklingar eru pólitískir fangar, sitji í fangelsi vegna skoðana sinna eða sæti pyntingum stjórnvalda. Samtökin hafa hinsvegar gagnrýnt fangelsi í Brasilíu í gegnum árin sem í mörgum tilfellum eru yfirfull og illa mönnuð. Hún óttast að Ragnar geti þurft að bíða lengi eftir að mál hans verði tekið fyrir. „Stærsta vandamálið varðandi fangelsi í Brasilíu er að þau eru yfirfull vegna þess að glæpatíðni þar í landi er há. Hreinlætisaðstaða þar er einnig oft á tíðum léleg og vegna þessa eru uppreisnir tíðar og töluvert um ofbeldi innan veggja fangelsa þar," segir Jóhanna. Amnesty International eru alþjóðleg hreyfing fólks sem berst fyrir því að alþjóðlega viðurkennd mannréttindi séu virt og að allir njóti verndar þeirra. Jóhanna segir að á tímum herforingjastjórnanna hafi pyntingar verið algengar en það sé ekki eins útbreitt vandamál nú. Hún segir gunnvandamálið hinsvegar vera háa glæpatíðni og þess vegna séu fangelsin yfirfull. „Annað mál er síðan réttarkerfið. Þar bíða mörg mál úrlausna og því óttast ég að hann [Ragnar] þurfi að bíða lengi eftir að mál hans verði tekið fyrir." Jóhanna segir samtökin aðallega beita sér í málum svokallaðra samviskufanga og fanga sem hafa þurft að þola pyntingar af hálfu ríkisvaldsins. „Við tökum hinsvegar ekki upp mál fanga sem hafa gerst sekir um glæpi. Við förum ekki fram á að þeir verði leystir úr haldi eða neitt slíkt. Því miður þá getum við lítið gert þegar upp koma svona mál en þetta er eitthvað sem þarf að vinnast hjá yfirvöldum."
Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira