Ragnar gæti þurft að bíða lengi eftir dómi Breki Logason skrifar 7. maí 2009 13:00 Jóhanna K. Eyjólfsdóttir Íslandsdeild Amnesty International ætlar ekki að beita sér í máli Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var vegna fíkniefnasmygls í Brasilíu. Hann situr nú í fangelsi í bænum Recife og hefur lýst slæmum aðbúnaði í fangelsinu, en hann deilir meðal annars klefa með fimmtán öðrum föngum. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir framkvæmdarstjóri Amnesty á Íslandi segir samtökin ekki beita sér í málum sem þessum. Amnesty beiti sér aðallega þegar einstaklingar eru pólitískir fangar, sitji í fangelsi vegna skoðana sinna eða sæti pyntingum stjórnvalda. Samtökin hafa hinsvegar gagnrýnt fangelsi í Brasilíu í gegnum árin sem í mörgum tilfellum eru yfirfull og illa mönnuð. Hún óttast að Ragnar geti þurft að bíða lengi eftir að mál hans verði tekið fyrir. „Stærsta vandamálið varðandi fangelsi í Brasilíu er að þau eru yfirfull vegna þess að glæpatíðni þar í landi er há. Hreinlætisaðstaða þar er einnig oft á tíðum léleg og vegna þessa eru uppreisnir tíðar og töluvert um ofbeldi innan veggja fangelsa þar," segir Jóhanna. Amnesty International eru alþjóðleg hreyfing fólks sem berst fyrir því að alþjóðlega viðurkennd mannréttindi séu virt og að allir njóti verndar þeirra. Jóhanna segir að á tímum herforingjastjórnanna hafi pyntingar verið algengar en það sé ekki eins útbreitt vandamál nú. Hún segir gunnvandamálið hinsvegar vera háa glæpatíðni og þess vegna séu fangelsin yfirfull. „Annað mál er síðan réttarkerfið. Þar bíða mörg mál úrlausna og því óttast ég að hann [Ragnar] þurfi að bíða lengi eftir að mál hans verði tekið fyrir." Jóhanna segir samtökin aðallega beita sér í málum svokallaðra samviskufanga og fanga sem hafa þurft að þola pyntingar af hálfu ríkisvaldsins. „Við tökum hinsvegar ekki upp mál fanga sem hafa gerst sekir um glæpi. Við förum ekki fram á að þeir verði leystir úr haldi eða neitt slíkt. Því miður þá getum við lítið gert þegar upp koma svona mál en þetta er eitthvað sem þarf að vinnast hjá yfirvöldum." Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Íslandsdeild Amnesty International ætlar ekki að beita sér í máli Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var vegna fíkniefnasmygls í Brasilíu. Hann situr nú í fangelsi í bænum Recife og hefur lýst slæmum aðbúnaði í fangelsinu, en hann deilir meðal annars klefa með fimmtán öðrum föngum. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir framkvæmdarstjóri Amnesty á Íslandi segir samtökin ekki beita sér í málum sem þessum. Amnesty beiti sér aðallega þegar einstaklingar eru pólitískir fangar, sitji í fangelsi vegna skoðana sinna eða sæti pyntingum stjórnvalda. Samtökin hafa hinsvegar gagnrýnt fangelsi í Brasilíu í gegnum árin sem í mörgum tilfellum eru yfirfull og illa mönnuð. Hún óttast að Ragnar geti þurft að bíða lengi eftir að mál hans verði tekið fyrir. „Stærsta vandamálið varðandi fangelsi í Brasilíu er að þau eru yfirfull vegna þess að glæpatíðni þar í landi er há. Hreinlætisaðstaða þar er einnig oft á tíðum léleg og vegna þessa eru uppreisnir tíðar og töluvert um ofbeldi innan veggja fangelsa þar," segir Jóhanna. Amnesty International eru alþjóðleg hreyfing fólks sem berst fyrir því að alþjóðlega viðurkennd mannréttindi séu virt og að allir njóti verndar þeirra. Jóhanna segir að á tímum herforingjastjórnanna hafi pyntingar verið algengar en það sé ekki eins útbreitt vandamál nú. Hún segir gunnvandamálið hinsvegar vera háa glæpatíðni og þess vegna séu fangelsin yfirfull. „Annað mál er síðan réttarkerfið. Þar bíða mörg mál úrlausna og því óttast ég að hann [Ragnar] þurfi að bíða lengi eftir að mál hans verði tekið fyrir." Jóhanna segir samtökin aðallega beita sér í málum svokallaðra samviskufanga og fanga sem hafa þurft að þola pyntingar af hálfu ríkisvaldsins. „Við tökum hinsvegar ekki upp mál fanga sem hafa gerst sekir um glæpi. Við förum ekki fram á að þeir verði leystir úr haldi eða neitt slíkt. Því miður þá getum við lítið gert þegar upp koma svona mál en þetta er eitthvað sem þarf að vinnast hjá yfirvöldum."
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira