Breiðablik bikarmeistari karla í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. október 2009 13:00 Kári Ársælsson, fyrirliði Blika, býr sig undir að lyfta bikarnum. Mynd/Daníel Breiðablik varð bikarmeistari karla í dag eftir 5-4 sigur á Fram í vítakeppni eftir að liðin höfðu gert 2-2 jafntefli í úrslitaleiknum. Staðan var 1-1 eftir 90 mínútur en bæði lið skoruðu vítamark í framlengingunni.Úrslitin réðust þegar Framarinn Paul McShane skaut í slánna úr sjöttu vítaspyrnu Fram í leiknum en áður höfðu markverðir liðanna varið eina spyrnu hvor. Breiðabliksliðið var mun meira með boltann í leiknum en Framarar fengu þó fjögur mjög góð færi til þess að komast yfir í leiknum áður en Blikar komust í 1-0. Framarar vori fljótir að jafna metin aftur og það endurtók sig einnig þegar Blikar jöfnuðu aðeins fjórum mínútum eftir að Framliðið komst yfir í framlengingunni. Blikar virkuðu mjög stressaðir í upphafi leiks sem kristallaðist bæði í mörgum slökum sendingum en eins í tveimur varnarmistökum sem færðu Framliðinu tvö dauðafæri á fyrstu tíu mínútum leiksins. Í fyrra skiptið slapp Hjálmar Þórarinsson einn í gegn en hitti boltann illa og í seinna skiptið stal Heiðar Geir Júlíusson boltanum af Kára Ársælssyni en skaut framhjá úr opnu færi úr vítateignum. Eftir þessar taugatrekkjandi upphafsmínútur leiksins biðu bæði lið áttekta og lítið gerðist í leiknum stóran hluta fyrri hálfleiksins. Framarar biðu eftir að Blikar sæktu á þá en Kópavogspiltar voru enn að jafna sig eftir skrekkinn í upphafi leiksins. Blikar náðu síðan smám saman betri tökum á leiknum og spilið fór að ganga betur eftir því sem leið á hálfleikinn. Bakverðirnir í liðinu voru nærri því búnir að búa til mark á 26. mínútu þegar Kristinn Jónsson komst í flott færi eftir sendingu frá Árna Kristni Gunnarssyni. Kristinn átti frábært hlaup inn í teiginn en missti boltann frá sér og Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram náði að bjarga. Guðmundur Pétursson gerði varnarmönnum Framara lífið leitt allan hálfleikinn en tókst samt ekki að koma sér í alvöru færi. Besta skot Blikaliðsins átti Guðmund Kristjánsson þegar hann gabbaði varnarmiðjumenn Fram upp úr skónum fyrir framan teiginn og átti í framhaldinu fast skot sem fór yfir markið. Þrátt fyrir að Framliðið hafi lítið verið með í leiknum síðustu fimmtán mínútur hálfleiksins fengu þeir þó eitt hættulegt færi til viðbótar rétt fyrir hálfleik. Hjálmar Þórarinsson átti þá gott skot úr teignum eftir sendingu frá Almarri Ormarssyni en Ingvar Þór Kale, markvörður Blika, varði frábærlega frá honum í horn. Framarar byrjuðu seinni hálfleik af miklum krafti og fjórða dauðafæri liðsins kom strax eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik. Heiðar Geir Júlíusson átti þá hörkuskot sem Ingvar Þór Kale hálfvarði í Blikamarkinu en í stað þess að skjóta eftir frákastið þá reyndi Ingvar Þór Ólason að gefa boltann fyrir markið og Blikar náðu að bjarga. Það voru hinsvegar Blikar sem skoruðu fyrsta markið eftir frábæra sókn upp hægri vænginn. Kristinn Steindórsson spilaði Árna Kristinn Gunnarsson þá frían og Árni lék upp að endamörkum og átti sendingu fyrir markið. Guðmundur Pétursson missti af boltanum en Alfreð Finnbogason var á réttum stað og sendi boltann í autt markið. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var fljótur að breyta og gerði strax tvöfalda skiptingu. Paul McShane og Joe Tillen komu inn á og það þurfti ekki að bíða lengi eftir að McShane var búinn að leggja upp jöfnunarmarkið. Hornspyrna McShane fór beint á kollinn á Ingvari Þór Ólasyni á nærstönginni og Ingvar skallaði boltann laglega í markið. Eftir jöfnunarmark Framliðsins róaðist leikurinn aftur og síðust 18 mínútur leiksins voru frekar tíðindalitlar. Það var því fljótlega ljóst að leikurinn var að fara í framlengingu. Jóhannes Valgeirsson, dómari leiksins, dæmdi síðan tvær vítaspyrnur í framlengingunni - eina á hvort lið. Fyrst braut Árni Kristinn Gunnarsson á Sam Tillen sem skoraði sjálfur af öryggi úr vítinu og fjórum mínútum síðar endurtók Blikinn Alfreð Finnbogason leikinn. Auðun Helgason braut þá á honum og Alfreð skoraði sjálfur af mikilli yfirvegun þegar hann sendi boltann ískalt í mitt markið. Vítakeppni varð síðan staðreynd og þar réðust úrslitin ekki fyrr en eftir tólf spyrnur. Paul McShane sendi þá Ingvar Þór Kale í vitlaust horn en skaut boltanum hinsvegar í slánna og bikarmeistaratitilinn var kominn í Kópavog. Áður hafði Ingvar Þór Kale varið vítaspyrnu Framarans Hjálmars Þórarinssonar og Hannes Þór Halldórsson svaraði því með því að verja víti Arnórs Aðalsteinssonar. Elfar Freyr Helgason skoraði síðan úr sjöttu spyrnu Blika, kom liðinu í 5-4 og setti alla pressuna á Paul McShane sem brást bogalistinn og skaut í slánna. Fram-Breiðablik 2-2 (4-5 í vítakeppni) 0-1 Alfreð Finnbogason (60.) 1-1 Ingvar Þór Ólason (72.) 1-2 Sam Tillen, víti (104.) 2-2 Alfreð Finnbogason, víti (108.) Vítakeppnin: Alfreð Finnbogason, Breiðabliki skorar 0-1 Sam Tillen, Fram skorar 1-1 Guðmundur Pétursson, Breiðabliki skorar 1-2 Hjálmar Þórarinsson, Fram Ingvar ver Arnór Aðalsteinsson, Breiðabliki Hannes ver Guðmudnur Magnússon, Fram skorar 2-2 Olgeir Sigurgeirsson, Breiðabliki skorar 2-3 Ingvar Þór Ólafson, Fram skorar 3-3 Kári Ársælsson, Breiðabliki skorar 3-4 Joe Tillen, Fram skorar 4-4 Elfar Freyr Helgason, Breiðabliki skorar 4-5 Paul McShane, Fram skaut í slá 4-5 Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 4766 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7) Skot (á mark): 14-10 (7-5) Varin skot: Hannes 3 - Ingvar 5. Horn: 10-7 Aukaspyrnur fengnar: 20-14 Rangstöður: 3-2 Fram (4-5-1): Hannes Þór Halldórsson Jón Orri Ólafsson Auðun Helgason Kristján Hauksson Sam Tillen Heiðar Geir Júlíusson (69., Joseph Tillen) Halldór Hermann Jónsson Ingvar Þór Ólason Jón Guðni Fjóluson (69., Paul McShane) Almarr Ormarsson (105., Guðmundur Magnússon) Hjálmar Þórarinsson Breiðablik (4-3-3): Ingvar Þór Kale Árni Kristinn Gunnarsson Elfar Freyr Helgason Kári Ársælsson Kristinn Jónsson (98. Arnór Sveinn Aðalsteinsson) Arnar Grétarsson (98. Andri Rafn Yeoman) Guðmundur Kristjánsson (105. Olgeir Sigurgeirsson) Finnur Orri Margeirsson Alfreð Finnbogason Guðmundur Pétursson Kristinn Steindórsson Íslenski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Sjá meira
Breiðablik varð bikarmeistari karla í dag eftir 5-4 sigur á Fram í vítakeppni eftir að liðin höfðu gert 2-2 jafntefli í úrslitaleiknum. Staðan var 1-1 eftir 90 mínútur en bæði lið skoruðu vítamark í framlengingunni.Úrslitin réðust þegar Framarinn Paul McShane skaut í slánna úr sjöttu vítaspyrnu Fram í leiknum en áður höfðu markverðir liðanna varið eina spyrnu hvor. Breiðabliksliðið var mun meira með boltann í leiknum en Framarar fengu þó fjögur mjög góð færi til þess að komast yfir í leiknum áður en Blikar komust í 1-0. Framarar vori fljótir að jafna metin aftur og það endurtók sig einnig þegar Blikar jöfnuðu aðeins fjórum mínútum eftir að Framliðið komst yfir í framlengingunni. Blikar virkuðu mjög stressaðir í upphafi leiks sem kristallaðist bæði í mörgum slökum sendingum en eins í tveimur varnarmistökum sem færðu Framliðinu tvö dauðafæri á fyrstu tíu mínútum leiksins. Í fyrra skiptið slapp Hjálmar Þórarinsson einn í gegn en hitti boltann illa og í seinna skiptið stal Heiðar Geir Júlíusson boltanum af Kára Ársælssyni en skaut framhjá úr opnu færi úr vítateignum. Eftir þessar taugatrekkjandi upphafsmínútur leiksins biðu bæði lið áttekta og lítið gerðist í leiknum stóran hluta fyrri hálfleiksins. Framarar biðu eftir að Blikar sæktu á þá en Kópavogspiltar voru enn að jafna sig eftir skrekkinn í upphafi leiksins. Blikar náðu síðan smám saman betri tökum á leiknum og spilið fór að ganga betur eftir því sem leið á hálfleikinn. Bakverðirnir í liðinu voru nærri því búnir að búa til mark á 26. mínútu þegar Kristinn Jónsson komst í flott færi eftir sendingu frá Árna Kristni Gunnarssyni. Kristinn átti frábært hlaup inn í teiginn en missti boltann frá sér og Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram náði að bjarga. Guðmundur Pétursson gerði varnarmönnum Framara lífið leitt allan hálfleikinn en tókst samt ekki að koma sér í alvöru færi. Besta skot Blikaliðsins átti Guðmund Kristjánsson þegar hann gabbaði varnarmiðjumenn Fram upp úr skónum fyrir framan teiginn og átti í framhaldinu fast skot sem fór yfir markið. Þrátt fyrir að Framliðið hafi lítið verið með í leiknum síðustu fimmtán mínútur hálfleiksins fengu þeir þó eitt hættulegt færi til viðbótar rétt fyrir hálfleik. Hjálmar Þórarinsson átti þá gott skot úr teignum eftir sendingu frá Almarri Ormarssyni en Ingvar Þór Kale, markvörður Blika, varði frábærlega frá honum í horn. Framarar byrjuðu seinni hálfleik af miklum krafti og fjórða dauðafæri liðsins kom strax eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik. Heiðar Geir Júlíusson átti þá hörkuskot sem Ingvar Þór Kale hálfvarði í Blikamarkinu en í stað þess að skjóta eftir frákastið þá reyndi Ingvar Þór Ólason að gefa boltann fyrir markið og Blikar náðu að bjarga. Það voru hinsvegar Blikar sem skoruðu fyrsta markið eftir frábæra sókn upp hægri vænginn. Kristinn Steindórsson spilaði Árna Kristinn Gunnarsson þá frían og Árni lék upp að endamörkum og átti sendingu fyrir markið. Guðmundur Pétursson missti af boltanum en Alfreð Finnbogason var á réttum stað og sendi boltann í autt markið. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var fljótur að breyta og gerði strax tvöfalda skiptingu. Paul McShane og Joe Tillen komu inn á og það þurfti ekki að bíða lengi eftir að McShane var búinn að leggja upp jöfnunarmarkið. Hornspyrna McShane fór beint á kollinn á Ingvari Þór Ólasyni á nærstönginni og Ingvar skallaði boltann laglega í markið. Eftir jöfnunarmark Framliðsins róaðist leikurinn aftur og síðust 18 mínútur leiksins voru frekar tíðindalitlar. Það var því fljótlega ljóst að leikurinn var að fara í framlengingu. Jóhannes Valgeirsson, dómari leiksins, dæmdi síðan tvær vítaspyrnur í framlengingunni - eina á hvort lið. Fyrst braut Árni Kristinn Gunnarsson á Sam Tillen sem skoraði sjálfur af öryggi úr vítinu og fjórum mínútum síðar endurtók Blikinn Alfreð Finnbogason leikinn. Auðun Helgason braut þá á honum og Alfreð skoraði sjálfur af mikilli yfirvegun þegar hann sendi boltann ískalt í mitt markið. Vítakeppni varð síðan staðreynd og þar réðust úrslitin ekki fyrr en eftir tólf spyrnur. Paul McShane sendi þá Ingvar Þór Kale í vitlaust horn en skaut boltanum hinsvegar í slánna og bikarmeistaratitilinn var kominn í Kópavog. Áður hafði Ingvar Þór Kale varið vítaspyrnu Framarans Hjálmars Þórarinssonar og Hannes Þór Halldórsson svaraði því með því að verja víti Arnórs Aðalsteinssonar. Elfar Freyr Helgason skoraði síðan úr sjöttu spyrnu Blika, kom liðinu í 5-4 og setti alla pressuna á Paul McShane sem brást bogalistinn og skaut í slánna. Fram-Breiðablik 2-2 (4-5 í vítakeppni) 0-1 Alfreð Finnbogason (60.) 1-1 Ingvar Þór Ólason (72.) 1-2 Sam Tillen, víti (104.) 2-2 Alfreð Finnbogason, víti (108.) Vítakeppnin: Alfreð Finnbogason, Breiðabliki skorar 0-1 Sam Tillen, Fram skorar 1-1 Guðmundur Pétursson, Breiðabliki skorar 1-2 Hjálmar Þórarinsson, Fram Ingvar ver Arnór Aðalsteinsson, Breiðabliki Hannes ver Guðmudnur Magnússon, Fram skorar 2-2 Olgeir Sigurgeirsson, Breiðabliki skorar 2-3 Ingvar Þór Ólafson, Fram skorar 3-3 Kári Ársælsson, Breiðabliki skorar 3-4 Joe Tillen, Fram skorar 4-4 Elfar Freyr Helgason, Breiðabliki skorar 4-5 Paul McShane, Fram skaut í slá 4-5 Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 4766 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7) Skot (á mark): 14-10 (7-5) Varin skot: Hannes 3 - Ingvar 5. Horn: 10-7 Aukaspyrnur fengnar: 20-14 Rangstöður: 3-2 Fram (4-5-1): Hannes Þór Halldórsson Jón Orri Ólafsson Auðun Helgason Kristján Hauksson Sam Tillen Heiðar Geir Júlíusson (69., Joseph Tillen) Halldór Hermann Jónsson Ingvar Þór Ólason Jón Guðni Fjóluson (69., Paul McShane) Almarr Ormarsson (105., Guðmundur Magnússon) Hjálmar Þórarinsson Breiðablik (4-3-3): Ingvar Þór Kale Árni Kristinn Gunnarsson Elfar Freyr Helgason Kári Ársælsson Kristinn Jónsson (98. Arnór Sveinn Aðalsteinsson) Arnar Grétarsson (98. Andri Rafn Yeoman) Guðmundur Kristjánsson (105. Olgeir Sigurgeirsson) Finnur Orri Margeirsson Alfreð Finnbogason Guðmundur Pétursson Kristinn Steindórsson
Íslenski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Sjá meira