Meistaradeild Evrópu: Liverpool brotlenti í Flórens Ómar Þorgeirsson skrifar 29. september 2009 20:44 Óvæntustu úrslit kvöldsins komu þegar Fiorentina vann 2-0 sigur gegn Liverpool. Nordic photos/AFP Í E-riðli áttu sér stað fremur óvænt úrslit í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld þegar Liverpool tapaði 2-0 fyrir Fiorentina á Artemio Franchi-leikvanginum í Flórens. Svartfellingurinn ungi Stevan Jovetic skoraði bæði mörk heimamanna í fyrri hálfleik. Liverpool var langt frá sínu besta í fyrri hálfleiknum en var betri aðilinn í seinni hálfleik án þess þó að skora en þetta var í fyrsta skiptið í tuttugu og einum leik í Meistaradeildinni sem Englendingarnir ná ekki að skora. Það tók leikmenn Arsenal smá tíma að brjóta á bak aftur vörn gestanna í Olympiakos í leik liðanna í H-riðli á Emirates-leikvanginum í kvöld en Robin van Persie opnaði markareikninginn fyrir heimamenn með marki í 78. mínútu. Það var svo Andrei Arshavin sem bætti við öðru marki á 86. mínútu og innsiglaði þar með 2-0 sigur og Lundúnafélagið með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í riðlakeppninni. Í F-riðli vann Barcelona sinn fyrsta sigur þegar Dinamo Kiev kom í heimsókn á Nývang. Lionel Messi kom Börsungum yfir í fyrri hálfleik en varamaðurinn Pedro bætti við öðru marki og niðurstaðan var 2-0 sigur heimamanna. Jose Mourinho og lærisveinar hans í Inter sóttu ekki gull í greipar Rubin Kazan en félögin skildu jöfn 1-1 í Rússlandi. Heimamenn í Rubin Kazan komust yfir með marki Alejandro Dominquez strax á 11. mínútu en Dejan Stefanovic jafnaði metin með marki á 27. mínútu og þar við sat. Leikmenn Inter léku manni færri síðasta hálftímann eftir að Mario Baloteli hafði fengið sitt annað gula spjald og verið vikið af velli. Þá gerði Sevilla góða ferð til Skotlands og vann 1-4 sigur gegn Rangers en Spánverjarnir komust í 0-4 í leiknum.Úrslit kvöldsins:E-riðill: Fiorentina-Liverpool 2-0 1-0 Stevan Jovetic (28.), 2-0 Jovetic (37.).Debreceni-Lyon 0-4 0-1 Kim Kallström (3.), 0-2 Miralem Pjanic (13.), 0-3 sjálfsm. (24.), 0-4 Bafetimbi Gomis (51.).F-riðill: Rubin Kazan-Inter 1-1 1-0 Alejandro Dominguez (11.), 1-1 Dejan Stankovic (27.).Barcelona-Dinamo Kiev 2-0 1-0 Lionel Messi (26.), 2-0 Pedro (76.).G-riðill: FC Unirea-Stuttgart 1-1 0-1 Serdar Tasci (5.), 1-1 Dacian Varga (48.).Glasgow Rangers-Sevilla 1-4 0-1 Abdoulay Konko (50.), 0-2 Claro Adriano Correia (64.), 0-3 Luis Fabiano (72.), 0-4 Frederic Kanoute (74.), 1-4 Nacho Novo (88.).H-riðill: Arsenal-Olympiakos 2-0 1-0 Robin van Persie (78.), 2-0 Andrei Arshavin (86.).AZ Alkmaar-Standard Liège 1-1 1-0 Mounir El Hamdaoui (48.), Moussa Traore (90.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Í E-riðli áttu sér stað fremur óvænt úrslit í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld þegar Liverpool tapaði 2-0 fyrir Fiorentina á Artemio Franchi-leikvanginum í Flórens. Svartfellingurinn ungi Stevan Jovetic skoraði bæði mörk heimamanna í fyrri hálfleik. Liverpool var langt frá sínu besta í fyrri hálfleiknum en var betri aðilinn í seinni hálfleik án þess þó að skora en þetta var í fyrsta skiptið í tuttugu og einum leik í Meistaradeildinni sem Englendingarnir ná ekki að skora. Það tók leikmenn Arsenal smá tíma að brjóta á bak aftur vörn gestanna í Olympiakos í leik liðanna í H-riðli á Emirates-leikvanginum í kvöld en Robin van Persie opnaði markareikninginn fyrir heimamenn með marki í 78. mínútu. Það var svo Andrei Arshavin sem bætti við öðru marki á 86. mínútu og innsiglaði þar með 2-0 sigur og Lundúnafélagið með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í riðlakeppninni. Í F-riðli vann Barcelona sinn fyrsta sigur þegar Dinamo Kiev kom í heimsókn á Nývang. Lionel Messi kom Börsungum yfir í fyrri hálfleik en varamaðurinn Pedro bætti við öðru marki og niðurstaðan var 2-0 sigur heimamanna. Jose Mourinho og lærisveinar hans í Inter sóttu ekki gull í greipar Rubin Kazan en félögin skildu jöfn 1-1 í Rússlandi. Heimamenn í Rubin Kazan komust yfir með marki Alejandro Dominquez strax á 11. mínútu en Dejan Stefanovic jafnaði metin með marki á 27. mínútu og þar við sat. Leikmenn Inter léku manni færri síðasta hálftímann eftir að Mario Baloteli hafði fengið sitt annað gula spjald og verið vikið af velli. Þá gerði Sevilla góða ferð til Skotlands og vann 1-4 sigur gegn Rangers en Spánverjarnir komust í 0-4 í leiknum.Úrslit kvöldsins:E-riðill: Fiorentina-Liverpool 2-0 1-0 Stevan Jovetic (28.), 2-0 Jovetic (37.).Debreceni-Lyon 0-4 0-1 Kim Kallström (3.), 0-2 Miralem Pjanic (13.), 0-3 sjálfsm. (24.), 0-4 Bafetimbi Gomis (51.).F-riðill: Rubin Kazan-Inter 1-1 1-0 Alejandro Dominguez (11.), 1-1 Dejan Stankovic (27.).Barcelona-Dinamo Kiev 2-0 1-0 Lionel Messi (26.), 2-0 Pedro (76.).G-riðill: FC Unirea-Stuttgart 1-1 0-1 Serdar Tasci (5.), 1-1 Dacian Varga (48.).Glasgow Rangers-Sevilla 1-4 0-1 Abdoulay Konko (50.), 0-2 Claro Adriano Correia (64.), 0-3 Luis Fabiano (72.), 0-4 Frederic Kanoute (74.), 1-4 Nacho Novo (88.).H-riðill: Arsenal-Olympiakos 2-0 1-0 Robin van Persie (78.), 2-0 Andrei Arshavin (86.).AZ Alkmaar-Standard Liège 1-1 1-0 Mounir El Hamdaoui (48.), Moussa Traore (90.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira