Íslenski boltinn

Sævar Þór jafnaði í lokin

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sævar Þór er á skotskónum þessa dagana.
Sævar Þór er á skotskónum þessa dagana.

Sævar Þór Gíslason hefur skorað átta mörk í síðustu þremur leikjum Selfyssinga í 1. deildinni. Hann skoraði bæði mörk liðsins þegar það gerði 2-2 jafntefli við Hauka í toppslag í kvöld.

Ásgeir Ingólfsson kom Haukum yfir og Pétur Sæmundsson bætti síðan við öðru marki fyrir Hafnarfjarðarliðið. Skömmu eftir mark Péturs minnkaði Sævar muninn og skoraði síðan jöfnunarmarkið á 89. mínútu.

Aaron Palomares skoraði sigurmark HK gegn ÍA. Kópavogsliðið vann 2-1 sigur. Calum Bett skoraði fyrsta mark leiksins og kom HK yfir en Arnar Gunnlaugsson jafnaði fyrir hálfleik.

Hreinn Hringsson skoraði sigurmark Þórs sem vann 3-2 sigur á Aftureldingu á Akureyrarvelli. Markið kom á 82. mínútu.

Selfoss situr í toppsætinu með 23 stig en Haukar eru í öðru sæti með 20 stig. KA og HK koma þar á eftir með 17 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×