Innlent

Nemendur leggja á ráðin

Háskólanám er að verða forréttindi hinna efnameiri segir Ingólfur Birgir.
Háskólanám er að verða forréttindi hinna efnameiri segir Ingólfur Birgir.
„Við munum ekki skrifa upp á svona plagg," segir Ingólfur Birgir Sigurgeirsson, fulltrúi stúdenta í stjórn LÍN, um lánasjóðssamninginn sem stjórn LÍN mun að öllum líkindum undirrita í dag. Þar er gert ráð fyrir að lánakjör stúdenta verði óbreytt.

Stúdentar eru afar óánægðir með það og því munu námsmannahreyfingarnar sem eiga sæti í stjórninni efna til samstöðufundar í dag klukkan fjögur á Austurvelli.

„Í fyrstu grein laga um LÍN segir: „Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja þeim sem falla undir lög þessi tækifæri til náms án tillits til efnahags." Við teljum þetta staðlausa stafi eins og komið er. Nám er að verða forréttindi fyrir þá efnameiri."

Hann segir að námslán séu um 100 þúsund á mánuði, sem sé 50 þúsundum undir lægstu atvinnuleysisbótum og 30 þúsund krónum undir því sem skilgreind séu fátæktarmörk hjá Stéttarfélaginu Framsýn.

Hann segir að Katrín Júlíusdóttir menntamálaráðherra hafi sagt á opnum fundi með stúdentum, 16. apríl síðastliðinn, að námslán yrðu hækkuð í skrefum í átt að markmiðum Stúdentaráðs. „Við áttum þess vegna ekki von á þessum skrefum sem eru aftur á bak," segir hann.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×