Erlent

Klúður í Kaupmannahöfn

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn virðist hafa mistekist að flestu leyti.

Ekki hefur náðst samkomulag um mikilvægustu atriðin. Ban ki Moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur beðið þá leiðtoga heimsins sem komnir eru til Kaupmannahafnar að dvelja þar eina nótt í viðbót, í örvæntingafullri tilraun til þess fá einhverja úrlausn. Nú undir kvöld bárust þær fréttir að Obama Bandaríkjaforseti reyni af hörku að knýja menn til samkomulags.

Hann segist ekki hafa komið til borgarinnar til að tala heldur til að framkvæma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×