Eiður tippar á Chelsea og United 9. mars 2009 17:17 Eiður Smári Guðjohnsen Nordic Photos/Getty Images Eiður Smári Guðjohnsen hefur trú á að ensku liðin Chelsea og Manchester United muni komast áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í vikunni. Landsliðsmaðurinn sat fyrir svörum í viðtali á knattspyrnuvefnum goal.com í dag og þar var hann m.a. spurður út í möguleika Barcelona og fyrrum félaga sinna í Chelsea í keppninni. Barcelona þykir líklegasta liðið til að verða Evrópumeistari í vor að mati nokkurra veðbanka, en liðið á síðari leikinn við frönsku meistarana í Lyon á heimavelli í vikunni eftir 1-1 jafntefli í Frakklandi. "Við höfum ekki náð þeim úrslitum sem við hefðum viljað á undanförnum vikum en það breytir því ekki hvernig við nálgumst leiki okkar. Ég tek ekki mark á því hvaða lið eru talin sigurstranglegust því mér finnst ekkert eitt lið eiga skilið að vera kallað það," sagði Eiður. Hann hefur trú á að Barcelona geti slegið Lyon út úr keppninni þrátt fyrir að liðið hafi ekki átt sinn besta leik í fyrri viðureigninni. "Ég hugsa að Lyon muni nálgast síðari leikinn svipað og þann fyrri. Þeir voru fastir fyrir í vörninni og pressuðu á miðjunni," sagði Eiður. Chelsea seigara undir Hiddink Hann var líka spurður út í stjóraskiptin hjá Chelsea og möguleika fyrrum félaga sinna og Manchester United í Meistaradeildinni. "Ekkert kemur mér á óvart í fótboltanum lengur," sagði Eiður þegar hann var spurður út í brottrekstur Luiz Felipe Scolari. "Ég hef hinsvegar séð að Chelsea er seigara síðan Hiddink tók við. Þeir eru að vinna leiki og eru skipulagðir, en ég get ekki svarað því hvort Scolari fékk nógu mikinn tíma með liðið," sagði Eiður. "Ég hugsa að Chelsea muni hafa betur gegn Juventus af því liðið er með eins marks forystu. Ég kann vel við Claudio Ranieri (þjálfara Juventus) en ég sé ekki að Juventus hafi það sem til þarf til að vinna Chelsea," sagði Eiður, sem telur möguleika Manchester United líka góða. Heimavöllurinn vegur þungt "Það er erfitt að segja hvort Manchester United geti farið alla leið því það veltur mikið á því hvernig menn höndla leikjafjöldann og hvort þeir haldast heilir. Inter mun gera þeim erfitt fyrir en þeir gerðu vel í að ná jafntefli á Ítalíu og heimavöllurinn ætti því að skila United áfram í keppninni," sagði Eiður Smári. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Settum pressu á þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen hefur trú á að ensku liðin Chelsea og Manchester United muni komast áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í vikunni. Landsliðsmaðurinn sat fyrir svörum í viðtali á knattspyrnuvefnum goal.com í dag og þar var hann m.a. spurður út í möguleika Barcelona og fyrrum félaga sinna í Chelsea í keppninni. Barcelona þykir líklegasta liðið til að verða Evrópumeistari í vor að mati nokkurra veðbanka, en liðið á síðari leikinn við frönsku meistarana í Lyon á heimavelli í vikunni eftir 1-1 jafntefli í Frakklandi. "Við höfum ekki náð þeim úrslitum sem við hefðum viljað á undanförnum vikum en það breytir því ekki hvernig við nálgumst leiki okkar. Ég tek ekki mark á því hvaða lið eru talin sigurstranglegust því mér finnst ekkert eitt lið eiga skilið að vera kallað það," sagði Eiður. Hann hefur trú á að Barcelona geti slegið Lyon út úr keppninni þrátt fyrir að liðið hafi ekki átt sinn besta leik í fyrri viðureigninni. "Ég hugsa að Lyon muni nálgast síðari leikinn svipað og þann fyrri. Þeir voru fastir fyrir í vörninni og pressuðu á miðjunni," sagði Eiður. Chelsea seigara undir Hiddink Hann var líka spurður út í stjóraskiptin hjá Chelsea og möguleika fyrrum félaga sinna og Manchester United í Meistaradeildinni. "Ekkert kemur mér á óvart í fótboltanum lengur," sagði Eiður þegar hann var spurður út í brottrekstur Luiz Felipe Scolari. "Ég hef hinsvegar séð að Chelsea er seigara síðan Hiddink tók við. Þeir eru að vinna leiki og eru skipulagðir, en ég get ekki svarað því hvort Scolari fékk nógu mikinn tíma með liðið," sagði Eiður. "Ég hugsa að Chelsea muni hafa betur gegn Juventus af því liðið er með eins marks forystu. Ég kann vel við Claudio Ranieri (þjálfara Juventus) en ég sé ekki að Juventus hafi það sem til þarf til að vinna Chelsea," sagði Eiður, sem telur möguleika Manchester United líka góða. Heimavöllurinn vegur þungt "Það er erfitt að segja hvort Manchester United geti farið alla leið því það veltur mikið á því hvernig menn höndla leikjafjöldann og hvort þeir haldast heilir. Inter mun gera þeim erfitt fyrir en þeir gerðu vel í að ná jafntefli á Ítalíu og heimavöllurinn ætti því að skila United áfram í keppninni," sagði Eiður Smári.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Settum pressu á þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn