Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari bar sig ágætlega eftir tapið gegn Dönum í dag þó svo hann væri eðlilega svekktur með úrslitin.
„Þetta var sanngjarn sigur hjá Dönum. Þær voru einfaldlega betri en við í dag. Við vorum í raun skrefi á eftir í þessum leik," sagði Sigurður Ragnar sem viðurkenndi að danska liðið hefði verið betra en hann átti von á.
„Þær eru virkilega hreyfanlegar og spila boltanum vel á milli sín. Eru mjög sterkar í að halda boltanum. Þetta er bara virkilega sterkt lið en við eigum samt að geta gert betur en við gerðum hér í dag."
Ítarlegt viðtal verður við Sigurð Ragnar í Fréttablaðinu á morgun.