Flæktur í stærstu fíkniefnamál sögunnar 12. júní 2009 10:43 Sigurður Hilmar Ólason sem nú situr í gæsluvarðhaldi í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl sem er í rannsókn hefur tengsl við Papeyjarsmyglið svokallaða líkt og Fréttablaðið sagði frá í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hann einnig tengsl við Pólstjörnumálið sem kom upp árið 2007. Sigurður hefur verið umfangsmikill í fasteignaviðskiptum hér á landi en hann hlaut þriggja ára dóm fyrir aðild að smygli á þrjátíu kílúm af hassi til landsins árið 2001. Sigurður er grunaður, ásamt tveimur öðrum íslendingum, um að vera flæktur í umfangsmikið fíkniefnamál sem snýr að mörg hundruð kílóa kókaínsmygli og teygir anga sína til þrettán landa. Grunur leikur á að Íslendingarnir tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem bendluð eru við fíkniefnamisferli og peningaþvætti. Mikil leynd hvílir yfir rannsókninni og verst lögregla allra frétta af málinu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að gúmmíbátur sem notaður var til þess að sækja 109 kíló af fíkniefnum sem voru um borð í skútunni Sirtaki við Papey um miðjan apríl var í eigu Sigurðar. Í því máli voru sex menn handteknir, fimm Íslendingar og Hollendingur. Þeir sitja allir í gæsluvarðhaldi. Þar er líklega um að ræða stærsta fíkniefnasmygl sem komið hefur upp hér á landi. Svipað mál kom upp í september 2007 og hefur verið kallað Pólstjörnumálið. Þá voru sex íslendingar dæmdir í fangelsi fyrir aðild sína að smygli á um 40 kílóum af fíkniefnum með skútu til Fáskrúðsfjarðar. Sigurður virðist einnig hafa tengingu inn í það mál því samkvæmt heimildum Vísis var hann eigandi að húsi í Kaupmannahöfn sem kom við sögu í rannsókn málsins en þar var meðal annars gerð húsleit. Pólstjörnumálið Papeyjarmálið Tengdar fréttir Íslenskt fyrirtæki tengt hundruð kílóa kókaínsmygli Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. 10. júní 2009 18:45 Flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl Þrír Íslendingar eru grunaðir um að vera flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl sem teygir anga sína til 13 landa.Grunur leikur á að Íslendingarnir tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem bendluð eru við fíkniefnamisferli og peningaþvætti. 9. júní 2009 18:32 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Sigurður Hilmar Ólason sem nú situr í gæsluvarðhaldi í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl sem er í rannsókn hefur tengsl við Papeyjarsmyglið svokallaða líkt og Fréttablaðið sagði frá í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hann einnig tengsl við Pólstjörnumálið sem kom upp árið 2007. Sigurður hefur verið umfangsmikill í fasteignaviðskiptum hér á landi en hann hlaut þriggja ára dóm fyrir aðild að smygli á þrjátíu kílúm af hassi til landsins árið 2001. Sigurður er grunaður, ásamt tveimur öðrum íslendingum, um að vera flæktur í umfangsmikið fíkniefnamál sem snýr að mörg hundruð kílóa kókaínsmygli og teygir anga sína til þrettán landa. Grunur leikur á að Íslendingarnir tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem bendluð eru við fíkniefnamisferli og peningaþvætti. Mikil leynd hvílir yfir rannsókninni og verst lögregla allra frétta af málinu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að gúmmíbátur sem notaður var til þess að sækja 109 kíló af fíkniefnum sem voru um borð í skútunni Sirtaki við Papey um miðjan apríl var í eigu Sigurðar. Í því máli voru sex menn handteknir, fimm Íslendingar og Hollendingur. Þeir sitja allir í gæsluvarðhaldi. Þar er líklega um að ræða stærsta fíkniefnasmygl sem komið hefur upp hér á landi. Svipað mál kom upp í september 2007 og hefur verið kallað Pólstjörnumálið. Þá voru sex íslendingar dæmdir í fangelsi fyrir aðild sína að smygli á um 40 kílóum af fíkniefnum með skútu til Fáskrúðsfjarðar. Sigurður virðist einnig hafa tengingu inn í það mál því samkvæmt heimildum Vísis var hann eigandi að húsi í Kaupmannahöfn sem kom við sögu í rannsókn málsins en þar var meðal annars gerð húsleit.
Pólstjörnumálið Papeyjarmálið Tengdar fréttir Íslenskt fyrirtæki tengt hundruð kílóa kókaínsmygli Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. 10. júní 2009 18:45 Flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl Þrír Íslendingar eru grunaðir um að vera flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl sem teygir anga sína til 13 landa.Grunur leikur á að Íslendingarnir tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem bendluð eru við fíkniefnamisferli og peningaþvætti. 9. júní 2009 18:32 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Íslenskt fyrirtæki tengt hundruð kílóa kókaínsmygli Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. 10. júní 2009 18:45
Flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl Þrír Íslendingar eru grunaðir um að vera flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl sem teygir anga sína til 13 landa.Grunur leikur á að Íslendingarnir tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem bendluð eru við fíkniefnamisferli og peningaþvætti. 9. júní 2009 18:32