Almannavörnum tilkynnt um landris í Krýsuvík Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2009 18:41 Landris mælist nú við Kleifarvatn og er talið að kvika geti verið að byggja upp þrýsting á litlu dýpi í eldstöðvakerfi Krýsuvíkur. Jarðvísindamenn hafa upplýst Almannavarnir og lögregluyfirvöld um stöðuna og mælt með því að sérstök aðgæsla verði höfð með svæðinu vegna hættu á lífshættulegum gufusprengingum.Samfara aukinni jarðskjálftavirkni hefur land við Krýsuvík verið að rísa í um það bil eitt ár. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir að landris mælist nú um þrír sentímetrar á svæði sem er nokkrir kílómetrar í þvermál. Miðjan er í miðju eldstöðvakerfi Krýsuvíkur, skammt frá jarðhitasvæðinu sem ferðamenn heimsækja við suðurenda Kleifarvatns.Freysteinn telur landrisið stafa af þrýstiaukningu í jarðskorpunni á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Tvennt geti skýrt þetta; hægfara innstreymi kviku undir Krýsuvík eða breyting í jarðhitakerfinu, sem af einhverjum orsökum byggi upp þrýsting þar.Vísindamenn hafa tilkynnt Almannavörnum um þróun mála og hafa lögregluyfirvöld á svæðinu einnig verið upplýst um atburðarásina. Á þessu stigi ráðleggur Freysteinn þó eingöngu að fylgst verði enn betur með svæðinu en hann telur ekki líkur á eldgosi. Ef þetta séu kvikuhreyfingar séu þær hægfara kvikuinnskot.Freysteinn rifjar hins vegar upp atburð sem varð í Krýsuvík fyrir tíu árum þegar geysiöflug gufusprenging varð við hverasvæðið í Krýsuvík. Þá hafi verið mikil mildi að fólk var ekki nærri. Hann mælir með aðgæslu en telur ekki ástæðu til að banna umferð um svæðið. Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Landris mælist nú við Kleifarvatn og er talið að kvika geti verið að byggja upp þrýsting á litlu dýpi í eldstöðvakerfi Krýsuvíkur. Jarðvísindamenn hafa upplýst Almannavarnir og lögregluyfirvöld um stöðuna og mælt með því að sérstök aðgæsla verði höfð með svæðinu vegna hættu á lífshættulegum gufusprengingum.Samfara aukinni jarðskjálftavirkni hefur land við Krýsuvík verið að rísa í um það bil eitt ár. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir að landris mælist nú um þrír sentímetrar á svæði sem er nokkrir kílómetrar í þvermál. Miðjan er í miðju eldstöðvakerfi Krýsuvíkur, skammt frá jarðhitasvæðinu sem ferðamenn heimsækja við suðurenda Kleifarvatns.Freysteinn telur landrisið stafa af þrýstiaukningu í jarðskorpunni á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Tvennt geti skýrt þetta; hægfara innstreymi kviku undir Krýsuvík eða breyting í jarðhitakerfinu, sem af einhverjum orsökum byggi upp þrýsting þar.Vísindamenn hafa tilkynnt Almannavörnum um þróun mála og hafa lögregluyfirvöld á svæðinu einnig verið upplýst um atburðarásina. Á þessu stigi ráðleggur Freysteinn þó eingöngu að fylgst verði enn betur með svæðinu en hann telur ekki líkur á eldgosi. Ef þetta séu kvikuhreyfingar séu þær hægfara kvikuinnskot.Freysteinn rifjar hins vegar upp atburð sem varð í Krýsuvík fyrir tíu árum þegar geysiöflug gufusprenging varð við hverasvæðið í Krýsuvík. Þá hafi verið mikil mildi að fólk var ekki nærri. Hann mælir með aðgæslu en telur ekki ástæðu til að banna umferð um svæðið.
Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira