Sigmundur telur allsherjarhrun framundan 23. apríl 2009 19:43 Formaður Framsóknarflokksins. Mynd/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. Sigmundur segir í pistli á heimasíðu sinni að fyrirtækin hafi um langt skeið unnið að mati á verðmæti eigna sem fluttar verða úr gömlu bönkunum í þá nýju. Úttekt þeirra feli ekki aðeins í sér upplýsingar um stöðu bankanna sjálfra heldur íslenska hagkerfisins í heild, fyrirtækja og heimila. Ekkert varð af birtingunni „Tilkynnt hafði verið um að matið yrði birt eigi seinna en á miðnætti 15. apríl síðast liðinn. Ekkert varð af birtingunni þá, en vonir stóðu til að upplýsingarnar yrðu birtar fyrir kosningar,“ segir hann. Sigmundur telur ljóst að ríkisstjórnin ætli að bíða með birtingu þessara grundvallarupplýsinga um stöðu íslenskra efnahagsmála fram yfir kosningar. Hann segir óforsvaranlegt af ríkisstjórninni að fara í kosningar án þess að gera þjóðinni grein fyrir raunverulegri stöðu efnahagsmála. „Vegna endurmats og þess hversu hratt hefur fjarað undan atvinnulífinu undanfarnar vikur og mánuði var ákveðið að 2.000 milljarðar til viðbótar af milljörðunum 6.000 væru ónýt lán. Þau lán fara því aftur í gamla bankann og eftir standa í nýju bönkunum 4.000 milljarðar að nafnverði. En þeir 4.000 milljarðar verða þó aftur afskrifaðir um helming. Þ.a. í raun er aðeins gert ráð fyrir að í gegnum nýju bankana innheimtist 2.000 milljarðar af upphaflegum 14.400 milljörðum,“ segir formaðurinn.Hér er að hefjast fullkomið kerfishrun Sigmundur segir að þessar tölur fela í sér að gert sé ráð fyrir algjöru hruni íslensks efnahagslífs. „Niðurstaðan er sú að matið á íslensku bönkunum og stöðu íslenskra fyrirtækja er það að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun. Allsherjarhrun íslensks efnahagslífs,“ segir Sigmundur.Pistil hans er hægt að lesa hér. Kosningar 2009 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. Sigmundur segir í pistli á heimasíðu sinni að fyrirtækin hafi um langt skeið unnið að mati á verðmæti eigna sem fluttar verða úr gömlu bönkunum í þá nýju. Úttekt þeirra feli ekki aðeins í sér upplýsingar um stöðu bankanna sjálfra heldur íslenska hagkerfisins í heild, fyrirtækja og heimila. Ekkert varð af birtingunni „Tilkynnt hafði verið um að matið yrði birt eigi seinna en á miðnætti 15. apríl síðast liðinn. Ekkert varð af birtingunni þá, en vonir stóðu til að upplýsingarnar yrðu birtar fyrir kosningar,“ segir hann. Sigmundur telur ljóst að ríkisstjórnin ætli að bíða með birtingu þessara grundvallarupplýsinga um stöðu íslenskra efnahagsmála fram yfir kosningar. Hann segir óforsvaranlegt af ríkisstjórninni að fara í kosningar án þess að gera þjóðinni grein fyrir raunverulegri stöðu efnahagsmála. „Vegna endurmats og þess hversu hratt hefur fjarað undan atvinnulífinu undanfarnar vikur og mánuði var ákveðið að 2.000 milljarðar til viðbótar af milljörðunum 6.000 væru ónýt lán. Þau lán fara því aftur í gamla bankann og eftir standa í nýju bönkunum 4.000 milljarðar að nafnverði. En þeir 4.000 milljarðar verða þó aftur afskrifaðir um helming. Þ.a. í raun er aðeins gert ráð fyrir að í gegnum nýju bankana innheimtist 2.000 milljarðar af upphaflegum 14.400 milljörðum,“ segir formaðurinn.Hér er að hefjast fullkomið kerfishrun Sigmundur segir að þessar tölur fela í sér að gert sé ráð fyrir algjöru hruni íslensks efnahagslífs. „Niðurstaðan er sú að matið á íslensku bönkunum og stöðu íslenskra fyrirtækja er það að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun. Allsherjarhrun íslensks efnahagslífs,“ segir Sigmundur.Pistil hans er hægt að lesa hér.
Kosningar 2009 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira