Alex Ferguson mun stýra liði í úrslitaleik í Evrópukeppni í knattspyrnu nú í lok mánaðarins er United mætir annað hvort Chelsea eða Barcelona í Róm.
United vann í gær 3-1 sigur á Arsenal og tryggði sér þar með sæti í úrslitunum.
United hefur titil að verja í keppninni en liðið vann Chelsea í úrslitaleiknum í fyrra. Ferguson stýrði United einnig til sigurs í keppninni árið 1999.
Ferguson varð einnig Evrópumeistari bikarhafa í tvígang - fyrst með Aberdeen árið 1983 og svo United átta árum síðar.
Giovanni Trappatoni hefur komist í flesta úrslitaleikina í Evrópukeppnum eða sjö talsins. Ferguson og sjö aðrir hafa komist í fimm úrslitaleiki en Ferguson er fyrsti Bretinn sem nær þeim áfanga.
Trappatoni hefur unnið flesta Evróputitla sem þjálfari eða fimm talsins og getur Ferguson því jafnað þann árangur í Róm.
Fimmti úrslitaleikur Ferguson
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið







„Það var engin taktík“
Fótbolti


Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma
Íslenski boltinn
