Ferguson gegn Mourinho 24. febrúar 2009 16:31 Tveir fornir fjendur munu leiða saman hesta sína í kvöld þegar Inter Milan og Manchester United eigast við í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn í kvöld er fyrri leikur liðanna og sá síðari verður miðvikudaginn 11. mars á Old Trafford í Manchester. Þeir Jose Mourinho þjálfari Inter og Alex Ferguson stjóri Manchester United eru tveir af sigursælustu þjálfurum Evrópu undanfarin ár og þeir hafa háð nokkur eftirminnileg einvígi í gegn um tíðina. Bakgrunnur þeirra Mourinho og Ferguson er nokkuð ólíkur þó þeir séu taldir tveir af bestu þjálfurum heimsins í dag.Byrjaði sem túlkur Mourinho var aldrei knattspyrnumaður sjálfur, en segja má að hann sé uppalinn í knattspyrnu. Ferill hans hófst þegar hann var túlkur fyrir Bobby Robson hjá Porto snemma á tíunda áratugnum. Hann stýrði Benfica og Leira áður en hann sló í gegn með Porto og síðar Chelsea, þar sem hann gerði liðið að Englandsmeistara tvö ár í röð. Árangur Mourinho í Evrópukeppni er mjög góður. Hann vann Evrópukeppni félagsliða árið 2003 með Porto og árið eftir gerði liðið betur og sigraði í Meistaradeildinni. Hann komst nálægt því að fara alla leið í keppninni með Chelsea árin 2005 og 2007 en varð að sætta sig við að tapa fyrir Liverpool í bæði skipti. Vann fyrsta Evrópubikarinn fyrir 26 árum Sir Alex Ferguson er búinn að vera við stjórnvölinn hjá Manchester United í 22 ár og virðist hvergi nærri hættur. Árangur hans bæði í Skotlandi og á Englandi á sér fá fordæmi í sögunni. Ferguson á að baki 13 deildarmeistaratitla, þar af þrjá með Aberdeen, og tvo Meistaradeildartitla með Manchester United. Þar að auki vann hann Evrópukeppni bikarhafa með Aberdeen árið 1983 og aftur með United árið 1991. Þetta er árangur sem lætur afrek Mourinho og margra annara algjörlega hverfa í skuggann.Mourinho gegn Ferguson Fyrsta einvígi Jose Mourinho og Ferguson var leiktíðina 2003-04 þegar Porto sigraði í Meistaradeildinni. Frægt er þegar Mourinho hljóp fagnandi eftir hliðarlínunni á Old Trafford þegar jöfnunarmark hans manna tryggði liðið áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Þeir félagar áttu eftir að skiptast á föstum skotum í fjölmiðlum upp frá þessu og ekki minnkaði það þegar Mourinho tók við Chelsea. Portúgalinn kynnti sig strax til sögunnar sem útvaldan mann og stóð við stóru orðin með því að vinna tvo titla í röð með Chelsea.Eitt tap fyrir Ferguson Sagan er ekki beint á bandi Inter Milan fyrir leikinn gegn Manchester United, því Inter hefur aldrei í sögunni unnið sigur á enska liðinu í alvöruleik. Ítalirnir geta þó huggað sig við þá staðreynd að fáir stjórar geta státað af öðrum eins árangri gegn Manchester United og Alex Ferguson en einmitt Mourinho. Mourinho hefur þannig aðeins tapað einu sinni fyrir Ferguson á ferlinum, en það var í deildarleik í nóvember árið 2005. Mourinho hafði hinsvegar betur í fimm skipti sem stjóri Chelsea, þar á meðal í úrslitaleik enska bikarsins árið 2007.Vildi mæta Manchester United Jose Mourinho hefur aldrei skort sjálfstraustið og hann lýsti því yfir að United hefði verið óskamótherjinn þegar dregið var í 16-liða úrslitin í Meistaradeildinni. "Fólk sagði að ég væri geggjaður þegar ég óskaði eftir United í 16-liða úrslitunum," sagði Mourinho í samtali við sjónvarpsstöð Manchester United. "En af hverju ætti ég ekki að vilja mæta besta liði Evrópu? Ég vildi mæta þeim af því það yrði stór áskorun og gríðarlega erfið hindrun. Þetta verður sérstakt einvígi fyrir mína menn og ég þarf ekki að hafa mikið fyrir því að gera þá klára í svona leiki. Bestu leikirnir eru á móti bestu liðunum og United er besta liðið í dag," sagði Mourinho. Hann hefur fulla trú á að hans menn geti sigrað. "Við vitum að við getum unnið. United er einstakt lið með einstaka leikmenn og er sterkt bæði í vörn og sókn. Við erum hinsvegar með mjög reynda menn í okkar röðum og þeir kunna að spila stórleiki. Þetta verða mjög jafnir leikir," sagði Mourinho.Þeir voru heppnir Sir Alex Ferguson ber mikla virðingu fyrir Mourinho en gat auðvitað ekki stillt sig um að skjóta einni pillu á Portúgalann þegar hann var spurður út í dráttinn þegar lá fyrir að United myndi mæta Inter. "Mourinho er sérstakur persónuleiki og okkur hefur alltaf komið vel saman. Hann sló okkur út úr Meistaradeildinni þegar hann var með Porto og vonandi verðum við jafn heppnir núna og þeir voru þá," sagði Ferguson. "Það er betra að spila á móti stórliðum í keppninni því þá eru allir á tánum. Inter hefur náð einstökum árangri í deildinni heima fyrir og vonandi náum við góðum úrslitum á San Siro fyrir síðari leikinn á Old Trafford," sagði Skotinn. Stórleikurinn í kvöld verður að sjálfssögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 19:30 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sjá meira
Tveir fornir fjendur munu leiða saman hesta sína í kvöld þegar Inter Milan og Manchester United eigast við í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn í kvöld er fyrri leikur liðanna og sá síðari verður miðvikudaginn 11. mars á Old Trafford í Manchester. Þeir Jose Mourinho þjálfari Inter og Alex Ferguson stjóri Manchester United eru tveir af sigursælustu þjálfurum Evrópu undanfarin ár og þeir hafa háð nokkur eftirminnileg einvígi í gegn um tíðina. Bakgrunnur þeirra Mourinho og Ferguson er nokkuð ólíkur þó þeir séu taldir tveir af bestu þjálfurum heimsins í dag.Byrjaði sem túlkur Mourinho var aldrei knattspyrnumaður sjálfur, en segja má að hann sé uppalinn í knattspyrnu. Ferill hans hófst þegar hann var túlkur fyrir Bobby Robson hjá Porto snemma á tíunda áratugnum. Hann stýrði Benfica og Leira áður en hann sló í gegn með Porto og síðar Chelsea, þar sem hann gerði liðið að Englandsmeistara tvö ár í röð. Árangur Mourinho í Evrópukeppni er mjög góður. Hann vann Evrópukeppni félagsliða árið 2003 með Porto og árið eftir gerði liðið betur og sigraði í Meistaradeildinni. Hann komst nálægt því að fara alla leið í keppninni með Chelsea árin 2005 og 2007 en varð að sætta sig við að tapa fyrir Liverpool í bæði skipti. Vann fyrsta Evrópubikarinn fyrir 26 árum Sir Alex Ferguson er búinn að vera við stjórnvölinn hjá Manchester United í 22 ár og virðist hvergi nærri hættur. Árangur hans bæði í Skotlandi og á Englandi á sér fá fordæmi í sögunni. Ferguson á að baki 13 deildarmeistaratitla, þar af þrjá með Aberdeen, og tvo Meistaradeildartitla með Manchester United. Þar að auki vann hann Evrópukeppni bikarhafa með Aberdeen árið 1983 og aftur með United árið 1991. Þetta er árangur sem lætur afrek Mourinho og margra annara algjörlega hverfa í skuggann.Mourinho gegn Ferguson Fyrsta einvígi Jose Mourinho og Ferguson var leiktíðina 2003-04 þegar Porto sigraði í Meistaradeildinni. Frægt er þegar Mourinho hljóp fagnandi eftir hliðarlínunni á Old Trafford þegar jöfnunarmark hans manna tryggði liðið áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Þeir félagar áttu eftir að skiptast á föstum skotum í fjölmiðlum upp frá þessu og ekki minnkaði það þegar Mourinho tók við Chelsea. Portúgalinn kynnti sig strax til sögunnar sem útvaldan mann og stóð við stóru orðin með því að vinna tvo titla í röð með Chelsea.Eitt tap fyrir Ferguson Sagan er ekki beint á bandi Inter Milan fyrir leikinn gegn Manchester United, því Inter hefur aldrei í sögunni unnið sigur á enska liðinu í alvöruleik. Ítalirnir geta þó huggað sig við þá staðreynd að fáir stjórar geta státað af öðrum eins árangri gegn Manchester United og Alex Ferguson en einmitt Mourinho. Mourinho hefur þannig aðeins tapað einu sinni fyrir Ferguson á ferlinum, en það var í deildarleik í nóvember árið 2005. Mourinho hafði hinsvegar betur í fimm skipti sem stjóri Chelsea, þar á meðal í úrslitaleik enska bikarsins árið 2007.Vildi mæta Manchester United Jose Mourinho hefur aldrei skort sjálfstraustið og hann lýsti því yfir að United hefði verið óskamótherjinn þegar dregið var í 16-liða úrslitin í Meistaradeildinni. "Fólk sagði að ég væri geggjaður þegar ég óskaði eftir United í 16-liða úrslitunum," sagði Mourinho í samtali við sjónvarpsstöð Manchester United. "En af hverju ætti ég ekki að vilja mæta besta liði Evrópu? Ég vildi mæta þeim af því það yrði stór áskorun og gríðarlega erfið hindrun. Þetta verður sérstakt einvígi fyrir mína menn og ég þarf ekki að hafa mikið fyrir því að gera þá klára í svona leiki. Bestu leikirnir eru á móti bestu liðunum og United er besta liðið í dag," sagði Mourinho. Hann hefur fulla trú á að hans menn geti sigrað. "Við vitum að við getum unnið. United er einstakt lið með einstaka leikmenn og er sterkt bæði í vörn og sókn. Við erum hinsvegar með mjög reynda menn í okkar röðum og þeir kunna að spila stórleiki. Þetta verða mjög jafnir leikir," sagði Mourinho.Þeir voru heppnir Sir Alex Ferguson ber mikla virðingu fyrir Mourinho en gat auðvitað ekki stillt sig um að skjóta einni pillu á Portúgalann þegar hann var spurður út í dráttinn þegar lá fyrir að United myndi mæta Inter. "Mourinho er sérstakur persónuleiki og okkur hefur alltaf komið vel saman. Hann sló okkur út úr Meistaradeildinni þegar hann var með Porto og vonandi verðum við jafn heppnir núna og þeir voru þá," sagði Ferguson. "Það er betra að spila á móti stórliðum í keppninni því þá eru allir á tánum. Inter hefur náð einstökum árangri í deildinni heima fyrir og vonandi náum við góðum úrslitum á San Siro fyrir síðari leikinn á Old Trafford," sagði Skotinn. Stórleikurinn í kvöld verður að sjálfssögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 19:30
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sjá meira