Varnarmennirnir John O'Shea og Jonny Evans eru báðir í byrjunarliði Manchester United sem mætir Inter í kvöld. Mikil meiðslavandræði eru í liði Evrópumeistarana og voru leikmennirnir tæpir fyrir leikinn.
O'Shea mun því spila í hægri bakverði við hlið Rio Ferdinand og Evans. Í vinstri bakverðinum er Patrice Evra. Athygli vekur að Wayne Rooney er á varamannabekknum. Leikur Inter og Manchester United hefst 19:45 en dómari leiksins er Spánverjinn Luis Medine Cantalejo.
Byrjunarlið Inter: Julio Cesar, Maicon, Santon, Rivas, Chivu, Cambiasso, Muntari, Zanetti, Stankovic, Adriano, Ibrahimovic.
ByrjunarliðMan Utd: Van der Sar, O'Shea, Ferdinand, Evans, Evra, Carrick, Giggs, Park, Fletcher, Ronaldo, Berbatov.