Starfar ekki fyrir grunaða í rannsókn bankahrunsins Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 10. júní 2009 21:53 Brynjar Níelsson gefur ekkert fyrir ummæli Evu Joly. „Nei nei , ég skrifaði þessa grein fyrir meira en mánuði síðan. Þá var ég ekki í neinum störfum fyrir neinn grunaðan í bankahruninu, hvorki bankamenn né útrásarvíkinga. Ég er alveg ótengdur þeim," segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður. Hann segir það tóma dellu að Valtýr Sigurðsson víki úr embætti. Í grein sem Brynjar ritaði í Morgunblaðið þann 15. apríl hélt hann því fram að Eva Joly væri fullkomlega vanhæf til að koma að rannsókn sérstaks saksóknara vegna ummæla sinna um stjórnendur fjármálafyrirtækja. Í Kastljósi í kvöld sagði Eva Joly að þeir sem hefðu gagnrýnt hana væru verjendur grunaðra í bankahruninu. Brynjar segir að hann hefði aldrei skrifað greinina ef svo væri. Slík skrif hefðu aldrei verið tekin trúanleg. „Menn komu reyndar líka með þau rök að ég væri að reyna ná mér í vinnu með þessum skrifum," segir hann og hlær. Hann segist ekkert gefa fyrir þessi ummæli. Þau renni enn fremur stoðum undir þann grun hans um að þetta væri „allt ein pólitík". Eva Joly hélt því einnig fram í Kastljósi í kvöld að ekki væri nóg að Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfan og vildi sjá hann víkja sæti. Um það sagði Brynjar: „Nei nei, það er bara tóm della. Auðvitað hefði það komið til álita ef að sonur hans hefði stöðu sakbornings eða grunaðs, en ég veit ekki til að svo sé." Aðspurður hvort hann ætli sér að svara ummælum Joly sagði hann. „Ég á eftir að fjalla eitthvað um þetta. Sest fyrir framan tölvuna í kvöld áður en ég hætti að vera geðvondur," sagði hann og hló. Tengdar fréttir Vill þrjá saksóknara - Einn um hvern banka Eva Joly sagði í Kastljósi fyrr í kvöld að hún vilji að í stað eins sérstaks saksóknara verði þeir þrír. Hver og einn kæmi þá til með að rannsaka mál sem koma að hverjum stóru viðskiptabankanna fyrir sig. 10. júní 2009 21:01 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
„Nei nei , ég skrifaði þessa grein fyrir meira en mánuði síðan. Þá var ég ekki í neinum störfum fyrir neinn grunaðan í bankahruninu, hvorki bankamenn né útrásarvíkinga. Ég er alveg ótengdur þeim," segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður. Hann segir það tóma dellu að Valtýr Sigurðsson víki úr embætti. Í grein sem Brynjar ritaði í Morgunblaðið þann 15. apríl hélt hann því fram að Eva Joly væri fullkomlega vanhæf til að koma að rannsókn sérstaks saksóknara vegna ummæla sinna um stjórnendur fjármálafyrirtækja. Í Kastljósi í kvöld sagði Eva Joly að þeir sem hefðu gagnrýnt hana væru verjendur grunaðra í bankahruninu. Brynjar segir að hann hefði aldrei skrifað greinina ef svo væri. Slík skrif hefðu aldrei verið tekin trúanleg. „Menn komu reyndar líka með þau rök að ég væri að reyna ná mér í vinnu með þessum skrifum," segir hann og hlær. Hann segist ekkert gefa fyrir þessi ummæli. Þau renni enn fremur stoðum undir þann grun hans um að þetta væri „allt ein pólitík". Eva Joly hélt því einnig fram í Kastljósi í kvöld að ekki væri nóg að Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfan og vildi sjá hann víkja sæti. Um það sagði Brynjar: „Nei nei, það er bara tóm della. Auðvitað hefði það komið til álita ef að sonur hans hefði stöðu sakbornings eða grunaðs, en ég veit ekki til að svo sé." Aðspurður hvort hann ætli sér að svara ummælum Joly sagði hann. „Ég á eftir að fjalla eitthvað um þetta. Sest fyrir framan tölvuna í kvöld áður en ég hætti að vera geðvondur," sagði hann og hló.
Tengdar fréttir Vill þrjá saksóknara - Einn um hvern banka Eva Joly sagði í Kastljósi fyrr í kvöld að hún vilji að í stað eins sérstaks saksóknara verði þeir þrír. Hver og einn kæmi þá til með að rannsaka mál sem koma að hverjum stóru viðskiptabankanna fyrir sig. 10. júní 2009 21:01 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Vill þrjá saksóknara - Einn um hvern banka Eva Joly sagði í Kastljósi fyrr í kvöld að hún vilji að í stað eins sérstaks saksóknara verði þeir þrír. Hver og einn kæmi þá til með að rannsaka mál sem koma að hverjum stóru viðskiptabankanna fyrir sig. 10. júní 2009 21:01