Íslenski boltinn

Grindvíkingar grobbnir af sínum heimavelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grasið á Grindavíkurvelli er eins og vel ofið teppi þessa dagana.
Grasið á Grindavíkurvelli er eins og vel ofið teppi þessa dagana. Mynd/Heimasíða Grindavíkur

Grindvíkingar eru afar ánægðir með völlinn sinn þessa daganna sem sjá má í frétt á heimasíðu félagsins. Þar er skrifað að Grindavíkurvöllur hafi líklega aldrei litið eins vel út.

Vallarstjóranum Bergsteini Ólafssyni er hrósað fyrir sitt starf en hann lét slá grasið í hringi í vikunni og skapaðist með því skemmtilegt minnstur á vellinum.

„Þetta tókst virkilega vel og eru vallarstjórar um land allt grænir af öfund út í Bergstein sem vill hins vegar ekki gefa upp leyndarmálið á bak við þessa grænu snilld," segir í umræddri frétt á heimasíðu Grindavíkur.

Næsti heimaleikur Grindavíkur er á móti Breiðabliki á mánudagskvöldið og gestirnir úr Kópavogi fá því að spila við frábærar aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×