Flæktur í stærstu fíkniefnamál sögunnar 12. júní 2009 10:43 Sigurður Hilmar Ólason sem nú situr í gæsluvarðhaldi í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl sem er í rannsókn hefur tengsl við Papeyjarsmyglið svokallaða líkt og Fréttablaðið sagði frá í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hann einnig tengsl við Pólstjörnumálið sem kom upp árið 2007. Sigurður hefur verið umfangsmikill í fasteignaviðskiptum hér á landi en hann hlaut þriggja ára dóm fyrir aðild að smygli á þrjátíu kílúm af hassi til landsins árið 2001. Sigurður er grunaður, ásamt tveimur öðrum íslendingum, um að vera flæktur í umfangsmikið fíkniefnamál sem snýr að mörg hundruð kílóa kókaínsmygli og teygir anga sína til þrettán landa. Grunur leikur á að Íslendingarnir tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem bendluð eru við fíkniefnamisferli og peningaþvætti. Mikil leynd hvílir yfir rannsókninni og verst lögregla allra frétta af málinu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að gúmmíbátur sem notaður var til þess að sækja 109 kíló af fíkniefnum sem voru um borð í skútunni Sirtaki við Papey um miðjan apríl var í eigu Sigurðar. Í því máli voru sex menn handteknir, fimm Íslendingar og Hollendingur. Þeir sitja allir í gæsluvarðhaldi. Þar er líklega um að ræða stærsta fíkniefnasmygl sem komið hefur upp hér á landi. Svipað mál kom upp í september 2007 og hefur verið kallað Pólstjörnumálið. Þá voru sex íslendingar dæmdir í fangelsi fyrir aðild sína að smygli á um 40 kílóum af fíkniefnum með skútu til Fáskrúðsfjarðar. Sigurður virðist einnig hafa tengingu inn í það mál því samkvæmt heimildum Vísis var hann eigandi að húsi í Kaupmannahöfn sem kom við sögu í rannsókn málsins en þar var meðal annars gerð húsleit. Pólstjörnumálið Papeyjarmálið Tengdar fréttir Íslenskt fyrirtæki tengt hundruð kílóa kókaínsmygli Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. 10. júní 2009 18:45 Flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl Þrír Íslendingar eru grunaðir um að vera flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl sem teygir anga sína til 13 landa.Grunur leikur á að Íslendingarnir tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem bendluð eru við fíkniefnamisferli og peningaþvætti. 9. júní 2009 18:32 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Sigurður Hilmar Ólason sem nú situr í gæsluvarðhaldi í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl sem er í rannsókn hefur tengsl við Papeyjarsmyglið svokallaða líkt og Fréttablaðið sagði frá í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hann einnig tengsl við Pólstjörnumálið sem kom upp árið 2007. Sigurður hefur verið umfangsmikill í fasteignaviðskiptum hér á landi en hann hlaut þriggja ára dóm fyrir aðild að smygli á þrjátíu kílúm af hassi til landsins árið 2001. Sigurður er grunaður, ásamt tveimur öðrum íslendingum, um að vera flæktur í umfangsmikið fíkniefnamál sem snýr að mörg hundruð kílóa kókaínsmygli og teygir anga sína til þrettán landa. Grunur leikur á að Íslendingarnir tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem bendluð eru við fíkniefnamisferli og peningaþvætti. Mikil leynd hvílir yfir rannsókninni og verst lögregla allra frétta af málinu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að gúmmíbátur sem notaður var til þess að sækja 109 kíló af fíkniefnum sem voru um borð í skútunni Sirtaki við Papey um miðjan apríl var í eigu Sigurðar. Í því máli voru sex menn handteknir, fimm Íslendingar og Hollendingur. Þeir sitja allir í gæsluvarðhaldi. Þar er líklega um að ræða stærsta fíkniefnasmygl sem komið hefur upp hér á landi. Svipað mál kom upp í september 2007 og hefur verið kallað Pólstjörnumálið. Þá voru sex íslendingar dæmdir í fangelsi fyrir aðild sína að smygli á um 40 kílóum af fíkniefnum með skútu til Fáskrúðsfjarðar. Sigurður virðist einnig hafa tengingu inn í það mál því samkvæmt heimildum Vísis var hann eigandi að húsi í Kaupmannahöfn sem kom við sögu í rannsókn málsins en þar var meðal annars gerð húsleit.
Pólstjörnumálið Papeyjarmálið Tengdar fréttir Íslenskt fyrirtæki tengt hundruð kílóa kókaínsmygli Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. 10. júní 2009 18:45 Flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl Þrír Íslendingar eru grunaðir um að vera flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl sem teygir anga sína til 13 landa.Grunur leikur á að Íslendingarnir tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem bendluð eru við fíkniefnamisferli og peningaþvætti. 9. júní 2009 18:32 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Íslenskt fyrirtæki tengt hundruð kílóa kókaínsmygli Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. 10. júní 2009 18:45
Flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl Þrír Íslendingar eru grunaðir um að vera flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl sem teygir anga sína til 13 landa.Grunur leikur á að Íslendingarnir tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem bendluð eru við fíkniefnamisferli og peningaþvætti. 9. júní 2009 18:32