Landsvirkjun greiddi sveitarstjórnarmönnum fyrir skipulagsvinnu Ingimar Karl Helgason skrifar 2. september 2009 18:30 Landsvirkjun greiddi fyrir fundarsetu sveitarstjórnarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, um fyrirhugaðar virkjanir í hreppnum. Hver sveitarstjórnarmaður fékk 200 þúsund krónur, segir fyrrverandi sveitarstjóri. Oddviti hreppsins staðfestir að hafa fengið greiðslur frá Landsvirkjun, í gegnum hreppinn, en er ósáttur við að vera sakaður um mútuþægni. Landsvirkjun hefur í hyggju að smíða þrjár virkjanir í Neðri Þjórsá. Tvær þeirra, Hvamms- og Holtavirkjun, eiga að vera í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þetta þarf að setja á skipulag, sem sveitarstjórnin hefur nú samþykkt. Málið er nú í höndum umhverfisráðherra. Virkjanirnar hafa verið mjög umdeildar í hreppnum, svo sem annars staðar á Suðurlandi. Sigurðar Jónssonar, fyrrverandi sveitarstjóra í hreppnum segir sveitarstjórnarmenn hafa þegið greiðslur frá Landsvirkjun fyrir óbókaða fundi. Hann segir að fimm sveitarstjórnarmenn hafi fengið 200 þúsund krónur hver fyrir að sitja tíu fundi. „Landsvirkjun greiddi þennan kostnað, já," sagði Sigurður í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Sigurður segir að hreppurinn hafi fengið meira frá Landsvirkjun, í allt 11 milljónir króna. Þar á meðal lögfræðikostnað. Fjölmargar athugasemdir bárust vegna fyrirhugaðra virkjana. Lögfræðikostnaðurinn einn og sér hafi numið um fimm milljónum króna, segir Sigurður. Hann segist aðspurður ekki vilja nota orðið mútur, en segir á að hreppurinn hafi orðið við beiðni Landsvirkjunar. Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps, sagði í samtali við fréttastofu að Sveitarstjórnarmenn hefðu fengið greitt fyrir vinnufundi. Landsvirkjun hafi greitt hreppnum, sem svo hafi greitt sveitarstjórnarmönnum. Landsvirkjun hafi síðan verið sendur reikningur fyrir fundunum. Sigurður ætti að vita þetta því hann hafi gert reikningana. Gunnar Örn sagði jafnframt að sér þætti ósanngjarnt að vera nánast sakaður um mútur. Við þetta er því að bæta að Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, hefur ekki svarað skilaboðum fréttastofu. Tengdar fréttir Greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna út úr kortinu „Þetta lyktar ekki vel,“ segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands um greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Mér finnst þetta vera út úr kortinu,“ segir formaðurinn. 2. september 2009 19:38 Kjörnir fulltrúar sem fengu greitt frá Landsvirkjun verða að víkja Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, segir að sveitarstjórnarmenn sem hafa þegið greiðslur frá Landsvirkjun verði að víkja. Skipa verði nýja menn í þeirra stað. 2. september 2009 21:30 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Landsvirkjun greiddi fyrir fundarsetu sveitarstjórnarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, um fyrirhugaðar virkjanir í hreppnum. Hver sveitarstjórnarmaður fékk 200 þúsund krónur, segir fyrrverandi sveitarstjóri. Oddviti hreppsins staðfestir að hafa fengið greiðslur frá Landsvirkjun, í gegnum hreppinn, en er ósáttur við að vera sakaður um mútuþægni. Landsvirkjun hefur í hyggju að smíða þrjár virkjanir í Neðri Þjórsá. Tvær þeirra, Hvamms- og Holtavirkjun, eiga að vera í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þetta þarf að setja á skipulag, sem sveitarstjórnin hefur nú samþykkt. Málið er nú í höndum umhverfisráðherra. Virkjanirnar hafa verið mjög umdeildar í hreppnum, svo sem annars staðar á Suðurlandi. Sigurðar Jónssonar, fyrrverandi sveitarstjóra í hreppnum segir sveitarstjórnarmenn hafa þegið greiðslur frá Landsvirkjun fyrir óbókaða fundi. Hann segir að fimm sveitarstjórnarmenn hafi fengið 200 þúsund krónur hver fyrir að sitja tíu fundi. „Landsvirkjun greiddi þennan kostnað, já," sagði Sigurður í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Sigurður segir að hreppurinn hafi fengið meira frá Landsvirkjun, í allt 11 milljónir króna. Þar á meðal lögfræðikostnað. Fjölmargar athugasemdir bárust vegna fyrirhugaðra virkjana. Lögfræðikostnaðurinn einn og sér hafi numið um fimm milljónum króna, segir Sigurður. Hann segist aðspurður ekki vilja nota orðið mútur, en segir á að hreppurinn hafi orðið við beiðni Landsvirkjunar. Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps, sagði í samtali við fréttastofu að Sveitarstjórnarmenn hefðu fengið greitt fyrir vinnufundi. Landsvirkjun hafi greitt hreppnum, sem svo hafi greitt sveitarstjórnarmönnum. Landsvirkjun hafi síðan verið sendur reikningur fyrir fundunum. Sigurður ætti að vita þetta því hann hafi gert reikningana. Gunnar Örn sagði jafnframt að sér þætti ósanngjarnt að vera nánast sakaður um mútur. Við þetta er því að bæta að Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, hefur ekki svarað skilaboðum fréttastofu.
Tengdar fréttir Greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna út úr kortinu „Þetta lyktar ekki vel,“ segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands um greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Mér finnst þetta vera út úr kortinu,“ segir formaðurinn. 2. september 2009 19:38 Kjörnir fulltrúar sem fengu greitt frá Landsvirkjun verða að víkja Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, segir að sveitarstjórnarmenn sem hafa þegið greiðslur frá Landsvirkjun verði að víkja. Skipa verði nýja menn í þeirra stað. 2. september 2009 21:30 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna út úr kortinu „Þetta lyktar ekki vel,“ segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands um greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Mér finnst þetta vera út úr kortinu,“ segir formaðurinn. 2. september 2009 19:38
Kjörnir fulltrúar sem fengu greitt frá Landsvirkjun verða að víkja Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, segir að sveitarstjórnarmenn sem hafa þegið greiðslur frá Landsvirkjun verði að víkja. Skipa verði nýja menn í þeirra stað. 2. september 2009 21:30