Í næstu viku kemur í ljós hvort að Didier Drogba verður refsað fyrir framkomu sína eftir leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í vikunni.
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur staðfest að það hafi móttekið bæði skýrslu dómara sem og eftirlitsmanns.
„Það er nú verið að kanna þetta mál og verður ákveðið í næstu viku hvaða skref verða tekin næst."
Drogba var einn fjölda leikmanna Chelsea sem mótmæltu störfum dómarans í leiknum. Drogba gekk þó einna lengst í mótmælum sínum.
Niðurstaða í næstu viku
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið






Sumardeildin hófst á stórsigri
Fótbolti


Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu
Íslenski boltinn

