Arsenal tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta með öruggum 3-0 sigri á spænska liðinu Villarreal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var sáttur í leikslok. „Það var mikilvægt að verjast vel og þegar við unnum boltann þá sýndum við hversu hraðir við erum. Þar lá munurinn á liðunum," sagði Wenger.
„Við vitum vel að Theo getur skorað mörk en hann er núna farinn að gera það í leikjum. Við það hefur sjálfstraustið hans rokið upp," sagði Wenger um Theo Walcott sem átti frábæran leik gegn Villarreal í kvöld.
Arsenal mætir Manchester United í undanúrslitunum en fyrri leikurinn fer fram á Old Trafford.
„Það verður spennandi að mæta Manchester. Þetta er krefjandi verkefni en við erum hrifnastir af því að takast á við stóru og erfiðu verkefnin," sagði Wenger.