Umfjöllun: Ósanngjarnt jafntefli gegn Norðmönnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. september 2009 17:45 Leikmenn íslenska landsliðsins fagna marki Eiðs Smára í kvöld. Mynd/Daníel Ísland gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik sínum í undankeppni HM 2010 í kvöld. Úrslitin henta Norðmönnum engan veginn en þeir mega þó telja sig stálheppna að hafa fengið eitt stig í leiknum. John Arne Riise kom Norðmönnum yfir með marki beint úr aukaspyrnu á tíundu mínútu. Gunnleifur Gunnleifsson markvörður virtist misreikna stefnu boltans og náði ekki að koma í veg fyrir mark. Markið kom gegn gangi leiksins en það var ekki tilfellið þegar Eiður Smári Guðjohnsen jafnaði metin fyrir Ísland með sínu 24. landsliðsmarki á ferlinum. Það er vitanlega met. Rúrik Gíslason gerði vel þegar hann skallaði boltann fyrir fætur Grétars Rafns Steinssonar. Hann hafði nægan tíma til að gefa góða sendingu inn í teig, beint á kollinn á Eið Smára sem skoraði með góðum skalla. Rúrik Gíslason kom eins og stormsveipur inn í landsliðið og hefði þess vegna getað skorað fyrsta mark leiksins er hann stýrði boltanum í utanverða stöngina eftir laglegan undirbúning Eiðs Smára. Samspil Rúriks og Eiðs Smára var gullfallegt í fyrri hálfleik. Tvívegis var Rúrik við það að komast í úrvalsfæri eftir sendingar Eiðs en fyrsta snertingin sveik Rúrik. En Emil Hallfreðsson hefði átt að koma Íslandi yfir í fyrri hálfleik. Fyrst stóð hann fyrir opnu marki eftir að boltinn barst fyrir eftir hornspyrnu en Emil skóflaði boltanum hátt yfir. Aðeins fimm mínútum síðar, á 37. mínútu, átti Heiðar góða sendingu inn á teig. Emil tímasetti hlaup sitt hárrétt og var einn gegn markverðinum en skallaði framhjá. Afar svekkjandi. Hættulegasta færi Norðmanna eftir markið fékk afmælisbarn dagsins, John Carew, þegar hann var við það að sleppa einn gegn Gunnleifi eftir langa sendingu fram, einkennismerki norska landsliðsins. En Kristján Örn Sigurðsson náði að hlaupa hann uppi og drepa færið. Carew reyndi að fiska víti með leikaraskap en tókst ekki. Síðari hálfleikur var ekki eins góður og sá fyrri enda Norðmenn hreinlega neyddir til að taka sig saman í andlitinu eftir arfaslakan frammistöðu í fyrri hálfleik. En það var samt íslenska liðið sem stjórnaði spilinu lengst af. Ísland sótti oft stíft og sóknirnar voru oft afar efnilegar en færin vantaði. Þar til á 78. mínútu. Brynjar Björn átti sendingu inn á Heiðar Helguson sem var dauðafrír inn á teig og skallaði þá langt framhjá. Norðmenn sóttu nokkuð stíft eftir þetta en sem fyrr var lítið sem ekkert að gerast fyrir framan íslenska markið. Veigar Páll Gunnarsson kom inn á sem varamaður nokkuð seint í leiknum, alveg eins og í fyrri leik liðanna í Noregi. Og alveg eins og í Osló var Veigar hársbreidd frá því að skora sigurmark leiksins. Nú náði reyndar norski markvörðurinn að verja í stöng á einhvern óskiljanlega máta. Heppnin var með gestunum. Heiðar hefði svo getað tryggt Íslandi sigurinn undir lokin. Hann var einn gegn markverðinum eftir góðan undirbúning Eiðs Smára en aftur hitti hann ekki markið. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og Ísland lýkur keppni með fimm stig í riðlinum. Liðið vann Makedóníu á heimavelli og gerði tvö jafntefli við Norðmenn. Það var allt og sumt - því miður.Ísland - Noregur 1-1 0-1 John Arne Riise (10.) 1-1 Eiður Smári Guðjohnsen (29.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: Um 7.000 Dómari: Alexandru Tudor (8)Skot (á mark): 16-12 (5-3)Varin skot: Gunnleifur 2 - Knudsen 2Horn: 5-5Aukaspyrnur fengnar: 14-12Rangstöður: 2-6 Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni og má lesa hana hér: Ísland - Noregur. Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Ísland gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik sínum í undankeppni HM 2010 í kvöld. Úrslitin henta Norðmönnum engan veginn en þeir mega þó telja sig stálheppna að hafa fengið eitt stig í leiknum. John Arne Riise kom Norðmönnum yfir með marki beint úr aukaspyrnu á tíundu mínútu. Gunnleifur Gunnleifsson markvörður virtist misreikna stefnu boltans og náði ekki að koma í veg fyrir mark. Markið kom gegn gangi leiksins en það var ekki tilfellið þegar Eiður Smári Guðjohnsen jafnaði metin fyrir Ísland með sínu 24. landsliðsmarki á ferlinum. Það er vitanlega met. Rúrik Gíslason gerði vel þegar hann skallaði boltann fyrir fætur Grétars Rafns Steinssonar. Hann hafði nægan tíma til að gefa góða sendingu inn í teig, beint á kollinn á Eið Smára sem skoraði með góðum skalla. Rúrik Gíslason kom eins og stormsveipur inn í landsliðið og hefði þess vegna getað skorað fyrsta mark leiksins er hann stýrði boltanum í utanverða stöngina eftir laglegan undirbúning Eiðs Smára. Samspil Rúriks og Eiðs Smára var gullfallegt í fyrri hálfleik. Tvívegis var Rúrik við það að komast í úrvalsfæri eftir sendingar Eiðs en fyrsta snertingin sveik Rúrik. En Emil Hallfreðsson hefði átt að koma Íslandi yfir í fyrri hálfleik. Fyrst stóð hann fyrir opnu marki eftir að boltinn barst fyrir eftir hornspyrnu en Emil skóflaði boltanum hátt yfir. Aðeins fimm mínútum síðar, á 37. mínútu, átti Heiðar góða sendingu inn á teig. Emil tímasetti hlaup sitt hárrétt og var einn gegn markverðinum en skallaði framhjá. Afar svekkjandi. Hættulegasta færi Norðmanna eftir markið fékk afmælisbarn dagsins, John Carew, þegar hann var við það að sleppa einn gegn Gunnleifi eftir langa sendingu fram, einkennismerki norska landsliðsins. En Kristján Örn Sigurðsson náði að hlaupa hann uppi og drepa færið. Carew reyndi að fiska víti með leikaraskap en tókst ekki. Síðari hálfleikur var ekki eins góður og sá fyrri enda Norðmenn hreinlega neyddir til að taka sig saman í andlitinu eftir arfaslakan frammistöðu í fyrri hálfleik. En það var samt íslenska liðið sem stjórnaði spilinu lengst af. Ísland sótti oft stíft og sóknirnar voru oft afar efnilegar en færin vantaði. Þar til á 78. mínútu. Brynjar Björn átti sendingu inn á Heiðar Helguson sem var dauðafrír inn á teig og skallaði þá langt framhjá. Norðmenn sóttu nokkuð stíft eftir þetta en sem fyrr var lítið sem ekkert að gerast fyrir framan íslenska markið. Veigar Páll Gunnarsson kom inn á sem varamaður nokkuð seint í leiknum, alveg eins og í fyrri leik liðanna í Noregi. Og alveg eins og í Osló var Veigar hársbreidd frá því að skora sigurmark leiksins. Nú náði reyndar norski markvörðurinn að verja í stöng á einhvern óskiljanlega máta. Heppnin var með gestunum. Heiðar hefði svo getað tryggt Íslandi sigurinn undir lokin. Hann var einn gegn markverðinum eftir góðan undirbúning Eiðs Smára en aftur hitti hann ekki markið. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og Ísland lýkur keppni með fimm stig í riðlinum. Liðið vann Makedóníu á heimavelli og gerði tvö jafntefli við Norðmenn. Það var allt og sumt - því miður.Ísland - Noregur 1-1 0-1 John Arne Riise (10.) 1-1 Eiður Smári Guðjohnsen (29.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: Um 7.000 Dómari: Alexandru Tudor (8)Skot (á mark): 16-12 (5-3)Varin skot: Gunnleifur 2 - Knudsen 2Horn: 5-5Aukaspyrnur fengnar: 14-12Rangstöður: 2-6 Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni og má lesa hana hér: Ísland - Noregur.
Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira