AC Milan hefur staðfest félagsskipti Bandaríkjamannsins Oguchi Onyewu til félagsins frá Standard Liege en kaupverðið liggur ekki fyrir að svo stöddu.
Varnarmaðurinn er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við ítalska félagið.
Hinn 27 ára gamli Onyewu sló í gegn með bandaríska landsliðinu í Álfukeppninni í S-Afríku þar sem Bandaríkjamenn fengu óvænt silfurverðlaun en félög í ensku úrvalsdeildinni voru til að mynda orðuð við leikmanninn.