Barcelona tókst ekki að vinna sigur á Chelsea í leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi. Það er fjórði leikur liðanna í röð þar sem Barcelona mistekst að innbyrða sigur.
Barcelona hefur ekki heldur unnið sigur á Manchester United í fjórum Evrópuleikjum í röð en það er lengsta bið liðsins eftir sigri gegn einu liði í Evrópuleikjum.
Leikirnir gegn Chelsea ná aftur til ársins 2006 en Börsungar hafa ekki unnið Manchester United síðan í nóvember 1994. Þá vann Barcelona 4-0 sigur.
Bæði gegn Chelsea og Manchester United hefur þremur leikjum lyktað með jafntefli en einum með tapi Barcelona.