Fáfnir lagðir niður - Hells Angels staðreynd á Íslandi 28. ágúst 2009 20:45 Fáfnir eru nátengdir Hells Angels í Noregi og Danmörku. Mótorhjólaklúbburinn Fáfnir hefur verið lagður opinberlega niður samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Aftur á móti hefur klúbburinn tekið upp nafnið Hells Angels prospect og er því orðinn opinber stuðningsaðili að Vítisenglunum alþjóðlegu. Þá er Jón Trausti Lúthersson, sem var formaður Fáfnis, hættur í klúbbnum en nýr formaður hefur tekið við, hann heitir Einar „Boom" Marteinsson. Fáfnir sótti fyrir nokkrum árum um að gerast meðlimir í Hells Angels en ríkislögreglustjóri lýsti því yfir í skýrslu árið 2007 að tenging Fáfnis við Hells Angels væri ógn við þjóðaröryggi Íslands. Þá hefur oft verið mikill viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna komu erlendra Vítisengla hingað til lands. Þeim hefur umsvifalaust verið snúið við, þó með viðkomu í fangaklefum á Suðurnesjum. Nú eru þau tímamót gengin í garð að Fáfnir er orðinn opinber stuðningsklúbbur Vítisenglanna og mun skreyta sig með þar tilgerðum merkjum; Það er, logandi hauskúpum. Opinbert nafn klúbbsins er MC Prospect of Hells Angels Iceland. Vítisenglarnir eru því komnir til að vera á Íslandi. Höfuðstöðvar klúbbsins eru í Hafnarfirði þar sem Fáfnir var áður til húsa. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu fyrr á árinu þegar Fáfnir hélt upp á afmælið sitt í húsnæðinu og buðu Vítisenglum víðsvegar úr heiminum í tilefni þess. Ekki kom til átaka í afmælinu sjálfu en þó þurftu erlendir Vítisenglar að gista fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum þegar þeir freistuðust til þess að koma inn til landsins. Þeir ákváðu þá að fara í mál við íslenska ríkið fyrir meðferðina sem þeir sættu. Það mál hefur hinsvegar ekki verið til lykta leitt. Samkvæmt heimildum Vísis er um talsverð tímamót að ræða hjá Fáfnismönnum sem nú mega kalla sig Hells Angels. Mótorhjólaklúbbar þurfa að hafa talsvert fyrir því að gerast meðlimir innan Vítisenglanna alræmdu og getur slíkt ferli tekið fjölda ára. Fáfnismennirnir eru samt ekki orðnir fullgildir meðlimir Vítisenglanna, heldur opinberir áhangendur þeirra. Aftur á móti er ekki langt í að þeir gerist fullgildir meðlimir eftir að klúbburinn hefur náð áhangendastiginu. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Mótorhjólaklúbburinn Fáfnir hefur verið lagður opinberlega niður samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Aftur á móti hefur klúbburinn tekið upp nafnið Hells Angels prospect og er því orðinn opinber stuðningsaðili að Vítisenglunum alþjóðlegu. Þá er Jón Trausti Lúthersson, sem var formaður Fáfnis, hættur í klúbbnum en nýr formaður hefur tekið við, hann heitir Einar „Boom" Marteinsson. Fáfnir sótti fyrir nokkrum árum um að gerast meðlimir í Hells Angels en ríkislögreglustjóri lýsti því yfir í skýrslu árið 2007 að tenging Fáfnis við Hells Angels væri ógn við þjóðaröryggi Íslands. Þá hefur oft verið mikill viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna komu erlendra Vítisengla hingað til lands. Þeim hefur umsvifalaust verið snúið við, þó með viðkomu í fangaklefum á Suðurnesjum. Nú eru þau tímamót gengin í garð að Fáfnir er orðinn opinber stuðningsklúbbur Vítisenglanna og mun skreyta sig með þar tilgerðum merkjum; Það er, logandi hauskúpum. Opinbert nafn klúbbsins er MC Prospect of Hells Angels Iceland. Vítisenglarnir eru því komnir til að vera á Íslandi. Höfuðstöðvar klúbbsins eru í Hafnarfirði þar sem Fáfnir var áður til húsa. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu fyrr á árinu þegar Fáfnir hélt upp á afmælið sitt í húsnæðinu og buðu Vítisenglum víðsvegar úr heiminum í tilefni þess. Ekki kom til átaka í afmælinu sjálfu en þó þurftu erlendir Vítisenglar að gista fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum þegar þeir freistuðust til þess að koma inn til landsins. Þeir ákváðu þá að fara í mál við íslenska ríkið fyrir meðferðina sem þeir sættu. Það mál hefur hinsvegar ekki verið til lykta leitt. Samkvæmt heimildum Vísis er um talsverð tímamót að ræða hjá Fáfnismönnum sem nú mega kalla sig Hells Angels. Mótorhjólaklúbbar þurfa að hafa talsvert fyrir því að gerast meðlimir innan Vítisenglanna alræmdu og getur slíkt ferli tekið fjölda ára. Fáfnismennirnir eru samt ekki orðnir fullgildir meðlimir Vítisenglanna, heldur opinberir áhangendur þeirra. Aftur á móti er ekki langt í að þeir gerist fullgildir meðlimir eftir að klúbburinn hefur náð áhangendastiginu.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira