Fáfnir lagðir niður - Hells Angels staðreynd á Íslandi 28. ágúst 2009 20:45 Fáfnir eru nátengdir Hells Angels í Noregi og Danmörku. Mótorhjólaklúbburinn Fáfnir hefur verið lagður opinberlega niður samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Aftur á móti hefur klúbburinn tekið upp nafnið Hells Angels prospect og er því orðinn opinber stuðningsaðili að Vítisenglunum alþjóðlegu. Þá er Jón Trausti Lúthersson, sem var formaður Fáfnis, hættur í klúbbnum en nýr formaður hefur tekið við, hann heitir Einar „Boom" Marteinsson. Fáfnir sótti fyrir nokkrum árum um að gerast meðlimir í Hells Angels en ríkislögreglustjóri lýsti því yfir í skýrslu árið 2007 að tenging Fáfnis við Hells Angels væri ógn við þjóðaröryggi Íslands. Þá hefur oft verið mikill viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna komu erlendra Vítisengla hingað til lands. Þeim hefur umsvifalaust verið snúið við, þó með viðkomu í fangaklefum á Suðurnesjum. Nú eru þau tímamót gengin í garð að Fáfnir er orðinn opinber stuðningsklúbbur Vítisenglanna og mun skreyta sig með þar tilgerðum merkjum; Það er, logandi hauskúpum. Opinbert nafn klúbbsins er MC Prospect of Hells Angels Iceland. Vítisenglarnir eru því komnir til að vera á Íslandi. Höfuðstöðvar klúbbsins eru í Hafnarfirði þar sem Fáfnir var áður til húsa. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu fyrr á árinu þegar Fáfnir hélt upp á afmælið sitt í húsnæðinu og buðu Vítisenglum víðsvegar úr heiminum í tilefni þess. Ekki kom til átaka í afmælinu sjálfu en þó þurftu erlendir Vítisenglar að gista fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum þegar þeir freistuðust til þess að koma inn til landsins. Þeir ákváðu þá að fara í mál við íslenska ríkið fyrir meðferðina sem þeir sættu. Það mál hefur hinsvegar ekki verið til lykta leitt. Samkvæmt heimildum Vísis er um talsverð tímamót að ræða hjá Fáfnismönnum sem nú mega kalla sig Hells Angels. Mótorhjólaklúbbar þurfa að hafa talsvert fyrir því að gerast meðlimir innan Vítisenglanna alræmdu og getur slíkt ferli tekið fjölda ára. Fáfnismennirnir eru samt ekki orðnir fullgildir meðlimir Vítisenglanna, heldur opinberir áhangendur þeirra. Aftur á móti er ekki langt í að þeir gerist fullgildir meðlimir eftir að klúbburinn hefur náð áhangendastiginu. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Mótorhjólaklúbburinn Fáfnir hefur verið lagður opinberlega niður samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Aftur á móti hefur klúbburinn tekið upp nafnið Hells Angels prospect og er því orðinn opinber stuðningsaðili að Vítisenglunum alþjóðlegu. Þá er Jón Trausti Lúthersson, sem var formaður Fáfnis, hættur í klúbbnum en nýr formaður hefur tekið við, hann heitir Einar „Boom" Marteinsson. Fáfnir sótti fyrir nokkrum árum um að gerast meðlimir í Hells Angels en ríkislögreglustjóri lýsti því yfir í skýrslu árið 2007 að tenging Fáfnis við Hells Angels væri ógn við þjóðaröryggi Íslands. Þá hefur oft verið mikill viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna komu erlendra Vítisengla hingað til lands. Þeim hefur umsvifalaust verið snúið við, þó með viðkomu í fangaklefum á Suðurnesjum. Nú eru þau tímamót gengin í garð að Fáfnir er orðinn opinber stuðningsklúbbur Vítisenglanna og mun skreyta sig með þar tilgerðum merkjum; Það er, logandi hauskúpum. Opinbert nafn klúbbsins er MC Prospect of Hells Angels Iceland. Vítisenglarnir eru því komnir til að vera á Íslandi. Höfuðstöðvar klúbbsins eru í Hafnarfirði þar sem Fáfnir var áður til húsa. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu fyrr á árinu þegar Fáfnir hélt upp á afmælið sitt í húsnæðinu og buðu Vítisenglum víðsvegar úr heiminum í tilefni þess. Ekki kom til átaka í afmælinu sjálfu en þó þurftu erlendir Vítisenglar að gista fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum þegar þeir freistuðust til þess að koma inn til landsins. Þeir ákváðu þá að fara í mál við íslenska ríkið fyrir meðferðina sem þeir sættu. Það mál hefur hinsvegar ekki verið til lykta leitt. Samkvæmt heimildum Vísis er um talsverð tímamót að ræða hjá Fáfnismönnum sem nú mega kalla sig Hells Angels. Mótorhjólaklúbbar þurfa að hafa talsvert fyrir því að gerast meðlimir innan Vítisenglanna alræmdu og getur slíkt ferli tekið fjölda ára. Fáfnismennirnir eru samt ekki orðnir fullgildir meðlimir Vítisenglanna, heldur opinberir áhangendur þeirra. Aftur á móti er ekki langt í að þeir gerist fullgildir meðlimir eftir að klúbburinn hefur náð áhangendastiginu.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira