Leikskólastarfsmaður sló fimm ára gamlan dreng 15. mars 2009 20:00 Úr myndasafni. Borgaryfirvöld virðast ekki geta rekið leikskólastarfsmann úr starfi þrátt fyrir að hann hafi ítrekað slegið fimm ára gamlan dreng. Móðir drengsins er reið og segir að drengurinn þori ekki lengur að mæta í skólann. Leikskólastarfsmaðurinn, sem er ófaglærður, hefur að minnsta kosti þrisvar sinnum löðrungað drenginn sem er einungis fimm ára gamall. Starfsmaðurinn hefur unnið á leikskólanum, sem er á höfuðborgarsvæðinu, frá því í haust. Það var leikskólastjórinn sem gerði foreldrum drengsins viðvart í lok janúarmánaðar eftir að það sást til starfsmannsins slá drenginn. "Það var 21. janúar að leikskólastjórinn hringir í mig og tjáir mér það að drengurinn hafi verið sleginn utanundir þrisvar sinnum á tveggja til þriggja vikna tímabili." Starfsmanninum hefur þó ekki verið sagt upp störfum."Ég hef haft samband við barnavernd. Það er verið að brjóta barnaverndarlög. En þeir báðu mig að hafa samband við leikskólasvið. Það stangast öll lög á þarna. Réttindi starfsmanna eru 100% en barnið hefur engin réttindi."Ólöf hefur einnig haft samband við borgarstjóra vegna málsins en fær alltaf sömu svör: Starfsmanninn er ekki hægt að reka. Drengurinn hefur þó verið fluttur úr umsjá starfsmannsins.Starfsmaðurinn hefur viðurkennt að hafa lamið drenginn einu sinni en ekki oftar. Ólöf segir að starfsfólk leikskólans hafi sýnt henni mikinn skilning.Henni hefur verið boðið að flytja drenginn á annan leikskóla en aðstæður heimafyrir koma í veg fyrir að hún geti þegið það boð.Hún segir að drengurinn sé hræddur og sýni mikið óöryggi. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Borgaryfirvöld virðast ekki geta rekið leikskólastarfsmann úr starfi þrátt fyrir að hann hafi ítrekað slegið fimm ára gamlan dreng. Móðir drengsins er reið og segir að drengurinn þori ekki lengur að mæta í skólann. Leikskólastarfsmaðurinn, sem er ófaglærður, hefur að minnsta kosti þrisvar sinnum löðrungað drenginn sem er einungis fimm ára gamall. Starfsmaðurinn hefur unnið á leikskólanum, sem er á höfuðborgarsvæðinu, frá því í haust. Það var leikskólastjórinn sem gerði foreldrum drengsins viðvart í lok janúarmánaðar eftir að það sást til starfsmannsins slá drenginn. "Það var 21. janúar að leikskólastjórinn hringir í mig og tjáir mér það að drengurinn hafi verið sleginn utanundir þrisvar sinnum á tveggja til þriggja vikna tímabili." Starfsmanninum hefur þó ekki verið sagt upp störfum."Ég hef haft samband við barnavernd. Það er verið að brjóta barnaverndarlög. En þeir báðu mig að hafa samband við leikskólasvið. Það stangast öll lög á þarna. Réttindi starfsmanna eru 100% en barnið hefur engin réttindi."Ólöf hefur einnig haft samband við borgarstjóra vegna málsins en fær alltaf sömu svör: Starfsmanninn er ekki hægt að reka. Drengurinn hefur þó verið fluttur úr umsjá starfsmannsins.Starfsmaðurinn hefur viðurkennt að hafa lamið drenginn einu sinni en ekki oftar. Ólöf segir að starfsfólk leikskólans hafi sýnt henni mikinn skilning.Henni hefur verið boðið að flytja drenginn á annan leikskóla en aðstæður heimafyrir koma í veg fyrir að hún geti þegið það boð.Hún segir að drengurinn sé hræddur og sýni mikið óöryggi.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir