Tómas Ingi tekinn við HK - semur til þriggja ára Ómar Þorgeirsson skrifar 29. september 2009 18:00 Tómas Ingi Tómasson ásamt Eyjólfi Sverrissyni fyrir leik hjá 21 árs landsliðinu. Mynd/Pjetur „Ég er búinn að nota síðustu ár til þess að fylgjast vel með boltanum hér á Íslandi og ná mér í tiltekin réttindi til þess að þjálfa. Það er svona vika síðan þetta kom fyrst upp með HK og þetta gekk því tiltölulega fljótt og vel fyrir sig. Ég ætlaði að skoða hvað myndi koma inn á borð til mín og það voru nokkrir aðilar sem settu sig í samband við mig en HK-ingar unnu þetta það hratt og vel að þeir voru í lang fyrsta sæti," segir Tómas Ingi Tómasson, nýráðinn þjálfari 1. deildarliðs HK, í samtali við Vísi. Tómas Ingi skrifar undir þriggja ára samning við HK og hlakkar eðlilega mjög til verkefnisins. „Öll aðstaða og umgjörð hjá HK er til fyrirmyndar og líklega sú besta á Íslandi og á endanum var þetta því engin spurning fyrir mig að taka starfið að mér. Leikmannahópurinn er líka sterkur og mikið af efnilegum leikmönnum og við ætlum því að vera í toppbaráttunni í 1. deildinni næsta sumar," segir Tómas Ingi sem hefur fullan hug á því að halda áfram sem aðstoðarþjálfari U-21 árs landsliðsins. Þá sér Tómas Ingi jafnframt fram á að vera áfram á sínum stað sem sparkspekingur í hinum vinsæla Pepsimarkaþætti á Stöð 2 Sport. „Ég á eftir að ræða málin við KSÍ en vona að við komumst að samkomulagi með það að ég haldi áfram mínu starfi þar. Hvað varðar sjónvarpið að þá er það komið í smá pásu núna en við sjáum til hvað gerist. Ég hef annars sagt að þó að maður getur rifið kjaft í sjónvarpi að þá er ekki þar með sagt að maður sé alvitur og ég á eflaust eftir að gera mistök í þessu starfi eins og aðrir. Ef þú rífur kjaft og gagnrýnir þá verður þú að þola gagnrýni líka og ég er klárlega með breiðara bak en flestir í þessu," segir Tómas Ingi á léttum nótum. Íslenski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Ég er búinn að nota síðustu ár til þess að fylgjast vel með boltanum hér á Íslandi og ná mér í tiltekin réttindi til þess að þjálfa. Það er svona vika síðan þetta kom fyrst upp með HK og þetta gekk því tiltölulega fljótt og vel fyrir sig. Ég ætlaði að skoða hvað myndi koma inn á borð til mín og það voru nokkrir aðilar sem settu sig í samband við mig en HK-ingar unnu þetta það hratt og vel að þeir voru í lang fyrsta sæti," segir Tómas Ingi Tómasson, nýráðinn þjálfari 1. deildarliðs HK, í samtali við Vísi. Tómas Ingi skrifar undir þriggja ára samning við HK og hlakkar eðlilega mjög til verkefnisins. „Öll aðstaða og umgjörð hjá HK er til fyrirmyndar og líklega sú besta á Íslandi og á endanum var þetta því engin spurning fyrir mig að taka starfið að mér. Leikmannahópurinn er líka sterkur og mikið af efnilegum leikmönnum og við ætlum því að vera í toppbaráttunni í 1. deildinni næsta sumar," segir Tómas Ingi sem hefur fullan hug á því að halda áfram sem aðstoðarþjálfari U-21 árs landsliðsins. Þá sér Tómas Ingi jafnframt fram á að vera áfram á sínum stað sem sparkspekingur í hinum vinsæla Pepsimarkaþætti á Stöð 2 Sport. „Ég á eftir að ræða málin við KSÍ en vona að við komumst að samkomulagi með það að ég haldi áfram mínu starfi þar. Hvað varðar sjónvarpið að þá er það komið í smá pásu núna en við sjáum til hvað gerist. Ég hef annars sagt að þó að maður getur rifið kjaft í sjónvarpi að þá er ekki þar með sagt að maður sé alvitur og ég á eflaust eftir að gera mistök í þessu starfi eins og aðrir. Ef þú rífur kjaft og gagnrýnir þá verður þú að þola gagnrýni líka og ég er klárlega með breiðara bak en flestir í þessu," segir Tómas Ingi á léttum nótum.
Íslenski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira