Erlent

Háttsettur talibani handtekinn í Pakistan

Bandarískur hermaður í þyrlu yfir Afganistan.
Bandarískur hermaður í þyrlu yfir Afganistan. MYND/AP

Pakistönsk yfirvöld hafa haft hendur í hári Mullah Mansour Dadullah, eins af helstu leiðtogum talibana í Afganistan.

Reuters-fréttaveitan hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni í innan leyniþjónustu Pakistans að öryggissveitir hafi sært og handsamað Mansour í aðgerðum nærri landamærunum að Afganistan en þar hafa talibanar haldið sig og gert árásir yfir landamærin.

Mansour tók við sem leiðtogi talaibna í Helmand-héraði í suðurhluta Afganistans í maí í fyrra eftir að bróðir hans, Mullah Dadullah, lést í áhlaupi breska hersins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×