Erlent

Risalistaverkarán í Zürich

Edgar Degas listmálari.
Edgar Degas listmálari.

Fjölda verðmætra málverka eftir marga af þekkstu listamönnum síðari alda var rænt á safni Zürich í Sviss í gær.

Frá þessu greindi svissneska lögreglan í dag. Meðal þess sem rænt var voru verk eftir Cezanne, Degas, Van Gogh og Monet og eru verkin metin á sjötta milljarð íslenskra króna. Þetta er í annað sinn á örfáum dögum sem listaverkum er stolið í eða við Zürich.

Áður hafði tveimur verkum eftir Pablo Picasso verið stolið af safni í Pfaeffikon. Þar földu þjófarnir sig inni þegar loka átti safninu, slökktu á þjóavörninni og komust á brott með verkin tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×