BATE Borisov er komið áfram í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Anderlecht í Hvíta-Rússlandi í dag.
BATE sló út Íslandsmeistara Vals í fyrstu umferð keppninnar og vann svo fyrri viðureignina gegn Anderlecht á útivelli, 2-1, flestum að óvörum. Hvít-Rússarnir tryggði sér svo sæti í þriðju umferðinni gegn jafntefli á heimavelli í dag.
BATE á nú ágætis möguleika á að komast í sjálfa riðlakeppnina en liðið mætir Levski Sofía frá Búlgaríu í þriðju umferð forkeppninnar.
Panathinaikos er einnig komið áfram í þriðju umferðina eftir 3-0 samanlagðan sigur á Dinamo Tblisi. Dynamo Kiev er einnig komið áfram eftir 4-3 samanlagðan sigur á Drogheda United.
Fleiri leikir eru á dagskrá forkeppni Meistaradeildarinnar í dag og verður fylgst með gangi mála hér á Vísi.
