Innlent

Varð skíthrædd þegar hún sá björninn

Karen Helga Steinsdóttir, sem gekk fram á ísbjörninn við Hraun á Skaga, segist hafa orðið skíthrædd þegar hún áttaði sig á hvað var á ferðinni.

Karen Helga, sem er 12 ára, var að fara heim til sín úr fjárhúsinu í hádegismat þegar hún tók eftir að hundurinn á bænum lét ófriðlega við girðingu sem liggur að æðarvarpi við bæinn. Hundurinn óð út í æðavarvarpið og hún á eftir.

„Svo sá ég eitthvað hvítt þarna úti og hélt bara að þetta væri áburðarpoki. Svo þegar ég var komin nær, um hundrað metra frá, þá sneri ísbjörninn sér við og þá sá ég náttúrulega hvað þetta var. Ég hljóp heim og sagði mömmu þetta og hún hringdi í neyðarlínuna," segir Karen.

Aðspurð hvort henni hafi ekki brugðið svaraði Karen: „Jú, ég var skíthrædd." Hún segir þó björninn hafa verið mjög spakan. „Hann var mjög rólegur þegar ég kom. Þegar ég kom heim sá ég að hann var að labba eitthvað í burtu rólega, ábyggilega búinn að borða fullt af eggjum," segir Karen.


Tengdar fréttir

Skyttur komnar á vettvang á Hrauni

Skyttur eru mættar að Hrauni á Skaga í Skagafirði þar sem ísbjörn hefur hreiðrað um sig í æðarvarpinu. Eftir því sem heimamenn segja eru þar á ferðinni sömu menn og felldu ísbjörninn á Þverárfjalli milli Blönduóss og Sauðárkróki.

Ísbjörninn í miðju æðarvarpinu

Ísbjörninn sem gekk á land á Skagatá í Skagafirði er rólegur að sögn sjónarvotta og situr eins og er í æðarvarpinu við Hraun.

Verið að athuga hvort raunhæft er að svæfa ísbjörninn

,,Nú eru aðstæður allt aðrar og allir í öruggu skjóli," segir Þorsteinn Sæmundsson, forsöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, þegar Vísir náði tali af honum rétt í þessu og spurði um næstu skref varðandi ísbjörninn á Skagatá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×