Dýrafangarar koma líklega ekki fyrr en á miðvikudag - mynd af dýrinu 16. júní 2008 17:00 Samkvæmt upplýsingum frá Hjalta Guðmundssyni, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun, verður reynt að bjarga hvítabirninum sem nú hefst við í Skagafirði. Verið er að setja saman áætlun um hvernig eigi að þyrma lífi bjarnarins. Samkvæmt hugmyndum Umhverfisstofnunar á að leita aðstoðar dýragarðsins í Kaupmannahöfn við að fanga björninn og koma tveir menn þaðan með búnað til þess. Hjalti segir að reynt verði að flýta komu þeirra og það verði vonandi ekki síðar en á miðvikudag. Magnús Jóhannessson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, sagði í samtali við fréttastofu að hugmyndir væru uppi um að flytja ábúendur á Hrauni og nærliggjandi bæjum í burtu á meðan á þessu stæði. Egill Þorri Steingrímsson, héraðsdýralæknir á Blönduósi, segir að engin áætlun sé til um hvernig bregðast eigi við aðstæðunum. Hægt er að koma deyfilyfi í gegnum æti til bjarnarins en slíkt væri samt sem áður ekkert annað en tilraunastarfsemi þar sem aðgerð af þessu tagi hefur aldrei verið framkvæmd hérlendis. Egill er staddur í Reykjavík þar sem hann er nýkominn frá útlöndum en vonar innilega að hægt verði að bjarga dýrinu. Hann bætir við að lögreglan hafi brugðist mun betur við í dag en hún gerði þegar fyrri hvítabjörninn gerði vart við sig. Tengdar fréttir Skyttur komnar á vettvang á Hrauni Skyttur eru mættar að Hrauni á Skaga í Skagafirði þar sem ísbjörn hefur hreiðrað um sig í æðarvarpinu. Eftir því sem heimamenn segja eru þar á ferðinni sömu menn og felldu ísbjörninn á Þverárfjalli milli Blönduóss og Sauðárkróki. 16. júní 2008 16:16 Ísbjörninn í miðju æðarvarpinu Ísbjörninn sem gekk á land á Skagatá í Skagafirði er rólegur að sögn sjónarvotta og situr eins og er í æðarvarpinu við Hraun. 16. júní 2008 14:45 Beðið eftir fyrirmælum frá yfirvöldum umhverfismála Lögreglan á Sauðarárkróki bíður nú fyrirmæla frá yfirvöldum umhverfismála um það hvað gera skuli við björninn sem uppgötvaðist við bæinn Hraun á Skaga um hádegisbil. 16. júní 2008 15:14 Verið að athuga hvort raunhæft er að svæfa ísbjörninn ,,Nú eru aðstæður allt aðrar og allir í öruggu skjóli," segir Þorsteinn Sæmundsson, forsöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, þegar Vísir náði tali af honum rétt í þessu og spurði um næstu skref varðandi ísbjörninn á Skagatá. 16. júní 2008 15:13 Árni: Vonar að ísbirninum verði hlíft Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, vonast til þess að hægt verði að hlífa ísbirninum sem gekk á land í þetta sinn við Hraun á Skagatá. 16. júní 2008 14:26 Annar ísbjörn á Skaga - hélt að ísbjörninn væri áburðarpoki Annar ísbjörn hefur gengið á land, í þetta sinn við Hraun á Skagatá. Lögregla hefur lokað svæðinu en ekki er vitað hvað hún mun til bragðs taka. 16. júní 2008 13:54 Flókið að fanga ísbjörninn Sigurður Jónsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að stofnunin sé að afla sér upplýsinga um ísbjörninn sem gekk á land á Skagatá. Umhverfsstofnun vinnur með yfirvöldum fyrir norðan að málinu. 16. júní 2008 14:53 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Hjalta Guðmundssyni, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun, verður reynt að bjarga hvítabirninum sem nú hefst við í Skagafirði. Verið er að setja saman áætlun um hvernig eigi að þyrma lífi bjarnarins. Samkvæmt hugmyndum Umhverfisstofnunar á að leita aðstoðar dýragarðsins í Kaupmannahöfn við að fanga björninn og koma tveir menn þaðan með búnað til þess. Hjalti segir að reynt verði að flýta komu þeirra og það verði vonandi ekki síðar en á miðvikudag. Magnús Jóhannessson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, sagði í samtali við fréttastofu að hugmyndir væru uppi um að flytja ábúendur á Hrauni og nærliggjandi bæjum í burtu á meðan á þessu stæði. Egill Þorri Steingrímsson, héraðsdýralæknir á Blönduósi, segir að engin áætlun sé til um hvernig bregðast eigi við aðstæðunum. Hægt er að koma deyfilyfi í gegnum æti til bjarnarins en slíkt væri samt sem áður ekkert annað en tilraunastarfsemi þar sem aðgerð af þessu tagi hefur aldrei verið framkvæmd hérlendis. Egill er staddur í Reykjavík þar sem hann er nýkominn frá útlöndum en vonar innilega að hægt verði að bjarga dýrinu. Hann bætir við að lögreglan hafi brugðist mun betur við í dag en hún gerði þegar fyrri hvítabjörninn gerði vart við sig.
Tengdar fréttir Skyttur komnar á vettvang á Hrauni Skyttur eru mættar að Hrauni á Skaga í Skagafirði þar sem ísbjörn hefur hreiðrað um sig í æðarvarpinu. Eftir því sem heimamenn segja eru þar á ferðinni sömu menn og felldu ísbjörninn á Þverárfjalli milli Blönduóss og Sauðárkróki. 16. júní 2008 16:16 Ísbjörninn í miðju æðarvarpinu Ísbjörninn sem gekk á land á Skagatá í Skagafirði er rólegur að sögn sjónarvotta og situr eins og er í æðarvarpinu við Hraun. 16. júní 2008 14:45 Beðið eftir fyrirmælum frá yfirvöldum umhverfismála Lögreglan á Sauðarárkróki bíður nú fyrirmæla frá yfirvöldum umhverfismála um það hvað gera skuli við björninn sem uppgötvaðist við bæinn Hraun á Skaga um hádegisbil. 16. júní 2008 15:14 Verið að athuga hvort raunhæft er að svæfa ísbjörninn ,,Nú eru aðstæður allt aðrar og allir í öruggu skjóli," segir Þorsteinn Sæmundsson, forsöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, þegar Vísir náði tali af honum rétt í þessu og spurði um næstu skref varðandi ísbjörninn á Skagatá. 16. júní 2008 15:13 Árni: Vonar að ísbirninum verði hlíft Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, vonast til þess að hægt verði að hlífa ísbirninum sem gekk á land í þetta sinn við Hraun á Skagatá. 16. júní 2008 14:26 Annar ísbjörn á Skaga - hélt að ísbjörninn væri áburðarpoki Annar ísbjörn hefur gengið á land, í þetta sinn við Hraun á Skagatá. Lögregla hefur lokað svæðinu en ekki er vitað hvað hún mun til bragðs taka. 16. júní 2008 13:54 Flókið að fanga ísbjörninn Sigurður Jónsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að stofnunin sé að afla sér upplýsinga um ísbjörninn sem gekk á land á Skagatá. Umhverfsstofnun vinnur með yfirvöldum fyrir norðan að málinu. 16. júní 2008 14:53 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Skyttur komnar á vettvang á Hrauni Skyttur eru mættar að Hrauni á Skaga í Skagafirði þar sem ísbjörn hefur hreiðrað um sig í æðarvarpinu. Eftir því sem heimamenn segja eru þar á ferðinni sömu menn og felldu ísbjörninn á Þverárfjalli milli Blönduóss og Sauðárkróki. 16. júní 2008 16:16
Ísbjörninn í miðju æðarvarpinu Ísbjörninn sem gekk á land á Skagatá í Skagafirði er rólegur að sögn sjónarvotta og situr eins og er í æðarvarpinu við Hraun. 16. júní 2008 14:45
Beðið eftir fyrirmælum frá yfirvöldum umhverfismála Lögreglan á Sauðarárkróki bíður nú fyrirmæla frá yfirvöldum umhverfismála um það hvað gera skuli við björninn sem uppgötvaðist við bæinn Hraun á Skaga um hádegisbil. 16. júní 2008 15:14
Verið að athuga hvort raunhæft er að svæfa ísbjörninn ,,Nú eru aðstæður allt aðrar og allir í öruggu skjóli," segir Þorsteinn Sæmundsson, forsöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, þegar Vísir náði tali af honum rétt í þessu og spurði um næstu skref varðandi ísbjörninn á Skagatá. 16. júní 2008 15:13
Árni: Vonar að ísbirninum verði hlíft Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, vonast til þess að hægt verði að hlífa ísbirninum sem gekk á land í þetta sinn við Hraun á Skagatá. 16. júní 2008 14:26
Annar ísbjörn á Skaga - hélt að ísbjörninn væri áburðarpoki Annar ísbjörn hefur gengið á land, í þetta sinn við Hraun á Skagatá. Lögregla hefur lokað svæðinu en ekki er vitað hvað hún mun til bragðs taka. 16. júní 2008 13:54
Flókið að fanga ísbjörninn Sigurður Jónsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að stofnunin sé að afla sér upplýsinga um ísbjörninn sem gekk á land á Skagatá. Umhverfsstofnun vinnur með yfirvöldum fyrir norðan að málinu. 16. júní 2008 14:53