Erlent

Öryggissveitir einangra klaustur í Tíbet

Öryggissveitir hafa einangrað þrjú munkaklaustur í borginni Lhasa í Tíbet eftir mikil mótmæli í borginni þessa vikuna.

Erfitt er að afla fregna af málinu þar sem kínversk stjórnvöld halda kverkataki á fjölmiðlum og stjórna því sem þeir greina frá. Samkvæmt frásögn sjónarvotta í BBC hófust mótmælin á mánudag á 49 ára afmæli uppreisnarinnar gegn Kínverjum.

Mikill fjöldi munka hefur tekið þátt í mótmælunum sem staðið hafa síðan. Óstaðfestar fregnir herma að munkarnir í klaustrunum þremur séu farnir í hungurverkfall til að mótmæla aðgerðum öryggissveitanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×