Meistaradeildin: Góð úrslit fyrir Liverpool 2. apríl 2008 20:31 Steven Gerrard bjó mark Liverpool til upp úr engu NordcPhotos/GettyImages Liverpool og Arsenal skildu jöfn 1-1 í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, en Chelsea mátti þola 2-1 tap gegn Fenerbahce í Tyrklandi. Liverpool-menn mega vel una við úrslitin á Emirates í kvöld og fara í síðari leikinn á Anfield með mark á útivelli í farteskinu. Chelsea þarf á sigri að halda á heimavelli í síðari leiknum gegn Tyrkjunum, en þar getur mark liðsins á útivelli reynst því dýrmætt. Arsenal hafði frumkvæðið framan af leiknum við Liverpool í kvöld og það var Emmanuel Adebayor sem kom liðinu yfir á 23. mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu óvaldaður í net gestanna. Dirk Kuyt jafnaði metin fyrir Liverpool aðeins þremur mínútum síðar eftir frábæran undirbúning frá fyrirliðanum Steven Gerrard, sem fór illa með vörn Arsenal. Kuyt þurfti aðeins að pota boltanum yfir línuna og staðan orðin jöfn. Arsenal átti betri færi í síðari hálfleiknum og þar standa tvö atvik upp úr. Fyrst virtist Dirk Kuyt toga Alex Hleb niður í vítateig Liverpool, en dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma víti. Þá varð Daninn Nicklas Bendtner fyrir því óláni að bjarga marki fyrir Liverpool þegar hann fékk skot Cesc Fabregas í sig á marklínu Liverpool. Boltinn var greinilega á leiðinni í netið þegar Bendtner fékk hann í sig. Arsenal var 60% með boltann í leiknum og átti 13 marktilraunir gegn 4 hjá Liverpool. Chelsea lá í Tyrklandi Chelsea byrjaði vel gegn Fenerbahce þegar Deivid skoraði sjálfsmark eftir aðeins 13 mínútna leik. Michael Essien átti skot í slá, en það voru Tyrkirnir sem stálu senunni í síðari hálfleik. Colin Kazim-Richards, sem fæddur er í Lundúnum, jafnaði metinn eftir sendingu Mehmet Aurelio á 65. mínútu og það var svo Deivid sem var hetja leiksins þegar hann bætti fyrir sjálfsmarkið og skoraði sigurmark Fenerbache á 81. mínútu. Hann skoraði með þrumuskoti af um 30 metra færi og tryllti æsta áhorfendur heimaliðsins. Deivid varð í kvöld fyrsti leikmaðurinn til að skora á báðum endum vallarins í leik í Meistaradeildinni síðan Alex hjá PSV gerði það í fyrra. Sjálfsmark Deivid í kvöld var þriðja sjálfsmark Fenerbahce í keppninni í vetur og það þriðja í röð á heimavelli liðsins. Ekkert lið hefur áður skorað þrjú sjálfsmörk á sömu leiktíðinni í Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Sjá meira
Liverpool og Arsenal skildu jöfn 1-1 í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, en Chelsea mátti þola 2-1 tap gegn Fenerbahce í Tyrklandi. Liverpool-menn mega vel una við úrslitin á Emirates í kvöld og fara í síðari leikinn á Anfield með mark á útivelli í farteskinu. Chelsea þarf á sigri að halda á heimavelli í síðari leiknum gegn Tyrkjunum, en þar getur mark liðsins á útivelli reynst því dýrmætt. Arsenal hafði frumkvæðið framan af leiknum við Liverpool í kvöld og það var Emmanuel Adebayor sem kom liðinu yfir á 23. mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu óvaldaður í net gestanna. Dirk Kuyt jafnaði metin fyrir Liverpool aðeins þremur mínútum síðar eftir frábæran undirbúning frá fyrirliðanum Steven Gerrard, sem fór illa með vörn Arsenal. Kuyt þurfti aðeins að pota boltanum yfir línuna og staðan orðin jöfn. Arsenal átti betri færi í síðari hálfleiknum og þar standa tvö atvik upp úr. Fyrst virtist Dirk Kuyt toga Alex Hleb niður í vítateig Liverpool, en dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma víti. Þá varð Daninn Nicklas Bendtner fyrir því óláni að bjarga marki fyrir Liverpool þegar hann fékk skot Cesc Fabregas í sig á marklínu Liverpool. Boltinn var greinilega á leiðinni í netið þegar Bendtner fékk hann í sig. Arsenal var 60% með boltann í leiknum og átti 13 marktilraunir gegn 4 hjá Liverpool. Chelsea lá í Tyrklandi Chelsea byrjaði vel gegn Fenerbahce þegar Deivid skoraði sjálfsmark eftir aðeins 13 mínútna leik. Michael Essien átti skot í slá, en það voru Tyrkirnir sem stálu senunni í síðari hálfleik. Colin Kazim-Richards, sem fæddur er í Lundúnum, jafnaði metinn eftir sendingu Mehmet Aurelio á 65. mínútu og það var svo Deivid sem var hetja leiksins þegar hann bætti fyrir sjálfsmarkið og skoraði sigurmark Fenerbache á 81. mínútu. Hann skoraði með þrumuskoti af um 30 metra færi og tryllti æsta áhorfendur heimaliðsins. Deivid varð í kvöld fyrsti leikmaðurinn til að skora á báðum endum vallarins í leik í Meistaradeildinni síðan Alex hjá PSV gerði það í fyrra. Sjálfsmark Deivid í kvöld var þriðja sjálfsmark Fenerbahce í keppninni í vetur og það þriðja í röð á heimavelli liðsins. Ekkert lið hefur áður skorað þrjú sjálfsmörk á sömu leiktíðinni í Meistaradeildinni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Sjá meira