Meistaradeildin: Góð úrslit fyrir Liverpool 2. apríl 2008 20:31 Steven Gerrard bjó mark Liverpool til upp úr engu NordcPhotos/GettyImages Liverpool og Arsenal skildu jöfn 1-1 í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, en Chelsea mátti þola 2-1 tap gegn Fenerbahce í Tyrklandi. Liverpool-menn mega vel una við úrslitin á Emirates í kvöld og fara í síðari leikinn á Anfield með mark á útivelli í farteskinu. Chelsea þarf á sigri að halda á heimavelli í síðari leiknum gegn Tyrkjunum, en þar getur mark liðsins á útivelli reynst því dýrmætt. Arsenal hafði frumkvæðið framan af leiknum við Liverpool í kvöld og það var Emmanuel Adebayor sem kom liðinu yfir á 23. mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu óvaldaður í net gestanna. Dirk Kuyt jafnaði metin fyrir Liverpool aðeins þremur mínútum síðar eftir frábæran undirbúning frá fyrirliðanum Steven Gerrard, sem fór illa með vörn Arsenal. Kuyt þurfti aðeins að pota boltanum yfir línuna og staðan orðin jöfn. Arsenal átti betri færi í síðari hálfleiknum og þar standa tvö atvik upp úr. Fyrst virtist Dirk Kuyt toga Alex Hleb niður í vítateig Liverpool, en dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma víti. Þá varð Daninn Nicklas Bendtner fyrir því óláni að bjarga marki fyrir Liverpool þegar hann fékk skot Cesc Fabregas í sig á marklínu Liverpool. Boltinn var greinilega á leiðinni í netið þegar Bendtner fékk hann í sig. Arsenal var 60% með boltann í leiknum og átti 13 marktilraunir gegn 4 hjá Liverpool. Chelsea lá í Tyrklandi Chelsea byrjaði vel gegn Fenerbahce þegar Deivid skoraði sjálfsmark eftir aðeins 13 mínútna leik. Michael Essien átti skot í slá, en það voru Tyrkirnir sem stálu senunni í síðari hálfleik. Colin Kazim-Richards, sem fæddur er í Lundúnum, jafnaði metinn eftir sendingu Mehmet Aurelio á 65. mínútu og það var svo Deivid sem var hetja leiksins þegar hann bætti fyrir sjálfsmarkið og skoraði sigurmark Fenerbache á 81. mínútu. Hann skoraði með þrumuskoti af um 30 metra færi og tryllti æsta áhorfendur heimaliðsins. Deivid varð í kvöld fyrsti leikmaðurinn til að skora á báðum endum vallarins í leik í Meistaradeildinni síðan Alex hjá PSV gerði það í fyrra. Sjálfsmark Deivid í kvöld var þriðja sjálfsmark Fenerbahce í keppninni í vetur og það þriðja í röð á heimavelli liðsins. Ekkert lið hefur áður skorað þrjú sjálfsmörk á sömu leiktíðinni í Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
Liverpool og Arsenal skildu jöfn 1-1 í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, en Chelsea mátti þola 2-1 tap gegn Fenerbahce í Tyrklandi. Liverpool-menn mega vel una við úrslitin á Emirates í kvöld og fara í síðari leikinn á Anfield með mark á útivelli í farteskinu. Chelsea þarf á sigri að halda á heimavelli í síðari leiknum gegn Tyrkjunum, en þar getur mark liðsins á útivelli reynst því dýrmætt. Arsenal hafði frumkvæðið framan af leiknum við Liverpool í kvöld og það var Emmanuel Adebayor sem kom liðinu yfir á 23. mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu óvaldaður í net gestanna. Dirk Kuyt jafnaði metin fyrir Liverpool aðeins þremur mínútum síðar eftir frábæran undirbúning frá fyrirliðanum Steven Gerrard, sem fór illa með vörn Arsenal. Kuyt þurfti aðeins að pota boltanum yfir línuna og staðan orðin jöfn. Arsenal átti betri færi í síðari hálfleiknum og þar standa tvö atvik upp úr. Fyrst virtist Dirk Kuyt toga Alex Hleb niður í vítateig Liverpool, en dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma víti. Þá varð Daninn Nicklas Bendtner fyrir því óláni að bjarga marki fyrir Liverpool þegar hann fékk skot Cesc Fabregas í sig á marklínu Liverpool. Boltinn var greinilega á leiðinni í netið þegar Bendtner fékk hann í sig. Arsenal var 60% með boltann í leiknum og átti 13 marktilraunir gegn 4 hjá Liverpool. Chelsea lá í Tyrklandi Chelsea byrjaði vel gegn Fenerbahce þegar Deivid skoraði sjálfsmark eftir aðeins 13 mínútna leik. Michael Essien átti skot í slá, en það voru Tyrkirnir sem stálu senunni í síðari hálfleik. Colin Kazim-Richards, sem fæddur er í Lundúnum, jafnaði metinn eftir sendingu Mehmet Aurelio á 65. mínútu og það var svo Deivid sem var hetja leiksins þegar hann bætti fyrir sjálfsmarkið og skoraði sigurmark Fenerbache á 81. mínútu. Hann skoraði með þrumuskoti af um 30 metra færi og tryllti æsta áhorfendur heimaliðsins. Deivid varð í kvöld fyrsti leikmaðurinn til að skora á báðum endum vallarins í leik í Meistaradeildinni síðan Alex hjá PSV gerði það í fyrra. Sjálfsmark Deivid í kvöld var þriðja sjálfsmark Fenerbahce í keppninni í vetur og það þriðja í röð á heimavelli liðsins. Ekkert lið hefur áður skorað þrjú sjálfsmörk á sömu leiktíðinni í Meistaradeildinni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira