Innlent

Einn með hamar og annar með hníf

Lögregla kannar nú hvort tveir menn, sem hún handtók á Eiríksgötu í Reykjavík í nótt, kunni að hafa eitthvað saknæmt á samviskunni því annar var vopnaður hnífi og hinn hamri.

Hnífurinn var blóðugur og þótt annar maðurinn væri með skurð, sem þurfti að sauma á slysadeildinni, virtist fara vel á með mönnunum þannnig að nú er verið að kanna hvort þeir hafi unnið einhverjum öðrum mein.

Þeir eru hins vegar óviðræðuhæfir vegna áfengis- og lyfjaneyslu og gista fangageymslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×