Innlent

Drengur alvarlega slasaður eftir snjósleða í Bláfjöllum

´MYND/SG

Alvarlegt slys varð á skíðasvæðinu í Bláfjöllum í gærmorgun. Starfsmaður missti stjórn á vélsleða rétt ofan við Kóngslyftu þannig að hann féll af honum. Vélsleðinn rann stjórnlaus niður skíðabrekku og hafnaði á ungum dreng sem varð undir sleðanum. Drengurinn var fluttur alvarlega slasaður á Landsspítalann í Fossvogi. Hann mun vera margbrotinn á vinstri fæti og viðbeinsbrotinn auk þess sem hann hlaut bólgur í andliti og á hnakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×