Innlent

Aðalmeðferð í Byrgismáli í fjóra daga

MYND/GVA

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins á hendur Guðmundir Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins, vegna meintra kynferðisbrota hans gegn fjórum konum hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun.

Samkvæmt upplýsingum á vef héraðsdóms stendur þinghaldið til sjö í kvöld en gert er ráð fyrir fjórum dögum í aðalmeðferðina. Alls kærðu átta konur Guðmund fyrir kynferðisbrot en ákært var vegna fjögurra þeirra, þar af einnar sautján ára.

Er honum gefið að sök að hafa notfært sér andlega annmarka kvennanna til þess að hafa við þær samræði eða önnur kynferðismök meðan þær voru vistmenn í Byrginu. Upp komst um málið eftir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kompáss í desember 2006.

Þinghald í Byrgismálinu er lokað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×