Erlent

Kona lést í mikilli sprengingu í Bramming á Jótlandi

Kona lést og fleiri eru særðir í bænum Bramming á Jótlandi. Slökkviliðið í bænum barðist við mikinn eldsvoða í miðhluta bæjarins eftir að mjög öflug sprenging varð í pizzustað þar í morgun.

Sprenging var það öflug að rúður brotnuðu í flestum nærliggjandi húsum og var íbúum í nágrenninu sagt að halda sig innandyra meðan verið er að ráða niðurlögum eldsins sem fylgdi í kjölfarið.

Sprengin varð um fjögurleytið að staðartíma og lögreglustjóri bæjarins segir öruggt að um glæp en ekki óhapp sé að ræða.

Konan sem lést bjó á hæðinni fyrir ofan pizzustaðinn en húsið er gjöreyðilagt eftir sprenginguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×