Erlent

Robert Gates á hálum ís

Robert Gates lætur ekki handleggsbrot stöðva sig við vinnu sína.
Robert Gates lætur ekki handleggsbrot stöðva sig við vinnu sína. MYND/AP

Mörgum stjórnmálamanninum hefur orðið fótaskortur á hinu pólitíska svelli í gegnum tíðina. Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þykir þó hafa átt rólegri daga en forveri hans Donald Rumsfeld.

Það kom þó ekki í veg fyrir að hann féll bókstaflega á svelli þegar hann gekk út af heimili sínu í Washington í gærkvöld. Gates mun hafa harkað fallið af sér en þegar hann vaknaði í morgun leitaði hann á sjúkrahús og kom þá í ljós að hann hafði brotnað á upphandlegg.

Það kom þó ekki í veg fyrir að hann mætti í vinnuna í Pentagon í dag að sögn CNN. En vegna þess að hann var enn sárþjáður sendi hann aðstoðarvarnarmálaráðherrann Gordon England fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings að ræða fjárlög varnarmálaráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×