Erlent

Tveir handteknir vegna morðsins á Bhutto

Bhutto
Bhutto

Tveir menn sem handteknir voru í tengslum við morðið á Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, hafa játað að hafa aðstoðað árásarmanninn. Yfirmaður rannsóknarinnar á morðinu, Chaudhry Abdul Majid, segir að mennirnir hafi játað að hafa afhent árásarmanninum sprengjuvesti og byssu.

Í síðustu viku upplýsti breska lögreglan að talið væri að Bhutto hefði dáið af völdum sprengingar. Sú niðurstaða var í takt við niðurstöðu pakistanskra stjórnvalda. Flokkur Bhutto hafði sakað stjórnvöld um að hylma yfir morðið þann 27, desember síðastliðinn. Samkvæmt skýrslu bresku lögreglunnar var árásarmaðurinn einn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×