Erlent

Gafst upp eftir gíslatöku á ítölskum leikskóla

Leikskólakennari með leikskólabörnum.
Leikskólakennari með leikskólabörnum. MYND/Getty Images

Karlmaður vopnaður dúkahnífi sem réðist inn í leikskóla í Reggio Calabria á suðurhluta Ítalíu í dag og hélt þar börnum og starfsmanni í gíslingu hefur gefist upp. Að minnsta kosti 11 börn og kennari voru inni á leikakólanum þegar maðurin réðist þar inn. Enginn slasaðist. Lögreglan og ættingjar mannsins eyddu klukkutímum í að reyna að fá manninn til að yfirgefa bygginguna og sleppa föngunum.

Ekki er vitað hvað manninum gekk til með gíslatökunni, en á myndskeiði Rai sjónvarpsstöðvarinnar innan úr leikskólanum sást til hans þar sem hann veifaði dúkahníf og öskraði innan um börnin. Hann er sagður foreldri eins barnanna á skólanum.

Maðurinn mun hafa hleypt kvikmyndatökumanni stöðvarinnar inn. Hann tjáði sig um peninga og eigin refsidóm.

Foreldrar sumra barnanna á leikskólanum söfnuðust saman fyrir utan bygginguna auk fjölda annarra sem fylgdust með atburðarrásinni.



 

 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×